29. júl. 2009 : Krafa um réttlátt hælisleitendakerfi í Evrópusambandinu

Grein eftir Wolfgang Kopetzky stjórnarformann Evrópuskrifstofu Rauða krossins og Bengt Westerberg varaformann Alþjóðasambands Rauða krossins og Rauða hálfmánans og formanns sænska Rauða krossins. Greinin birtist í Svenska Dagbladet.

29. júl. 2009 : Skýrsla um meðferð hælisumsókna

Dómsmálaráðuneytið birti þann 27. júlí skýrslu nefndar um meðferð hælisumsókna sem dómsmálaráðherra skipaði 21. apríl sl. Nefndinni var skv. erindisbréfi falið að fara yfir lög og reglur um meðferð hælisumsókna í ljósi réttarframkvæmdar hér á landi, dóms Hæstaréttar frá 12. mars sl. og alþjóðlegra skuldbindinga.

24. júl. 2009 : Amma á Akranesi, látið barnabarn í Írak

Ayda Abdullah Al Esa á heima á Akranesi en elsta dóttir hennar býr við illan kost í flóttamannabúðum í Írak. Dóttirin fær ekki að koma til Íslands en bandarísk stjórnvöld hafa ákveðið að taka við henni. Greinin birtist í Morgunblaðinu í dag.