23. nóv. 2010 : Þýskur dómstóll gagnrýnir aðbúnað hælisleitenda á Ítalíu

Þann 9. nóvember sl. ákvað þýskur dómstóll að fresta tímabundið endursendingu hælisleitanda til Ítalíu á grundvelli Dublinar reglugerðarinnar. Í ákvörðun dómstólsins var lýst yfir áhyggjum af aðbúnaði hælisleitenda á Ítalíu, sérstaklega hvað varðar atriði sem lúta að heilbrigðismálum og húsnæði, sem eru ekki í samræmi við evrópsk lágmarksviðmið.

Í dómnum er einnig lýst áhyggjum yfir því hvort Ítalía geti með viðunnandi hætti tryggt grundvallarréttindi einstaklinga sem óskað hafa alþjóðlegrar verndar. Dóminn má nálgast á vefnum með því að smella á meira.

20. okt. 2010 : Hafnarfjarðardeild sinnir félagsstarfi fyrir hælisleitendur

Sumarið 2009 hófst mánaðarlegt félagsstarf fyrir hælisleitendur. Hópur sjálfboðaliða hjá Hafnarfjarðardeild Rauða krossins hafa séð alfarið um skipulag og framkvæmd starfsins og bjóða uppá fjölbreytta dagskrá svo sem ferðalög, danskvöld, tölvuleikjakvöld og hátíðarkvöldverð. Ferðalög eru alltaf vinsælust og hefur verið boðið upp á ferð í Bláa Lónið, réttir og náttúruskoðanir.

Deildirnar í Grindavík, Hveragerði, Vík og Vestmannaeyjum hafa allar tekið höfðinglega á móti þessum hópi auk þess sem Suðurnesjadeild hefur lánað húsnæði sitt undir spilakvöld og aðra viðburði sem fara fram í Reykjanesbæ.

Verkefnið hefur því í senn verið lyftistöng í félagslífi hælisleitenda sem og aukið á samstarf Rauða kross deilda og sjálfboðaliða þeirra.

12. okt. 2010 : Laganemar og lögfræðingar vinna að réttindagæslu

Réttindagæsla fyrir hælisleitendur er verkefni sem hóf göngu sína sumarið 2009 á vegum Hafnarfjarðardeildar Rauða krossins. Sjálfboðaliðarnir sem sinna verkefninu eru laganemar og lögfræðingar. Unnið er í samstarfi við deildina og félaganna Orator og Lögréttu.

Sjálfboðaliðarnir fylgja hælisleitendum í hælisskýrslu, aðstoða þá við gerð greinargerða til Útlendingastofnunar og fylgja þeim í birtingu þegar hælismáli er lokið.

Það er samdóma álit þeirra sem að verkefninu koma að vinna sjálfboðaliða Rauða krossins skipti sköpum fyrir fólk í þessari stöðu. Um 15 manna hópur hefur sinnt þessu verkefni en nýlega bættust 12 nýir sjálfboðaliðar við.

Réttindagæslan er hluti af verkefnum Hafnarfjarðardeildar til stuðnings hælisleitendum en að auki er boðið uppá heimsóknaþjónustu, félagsstarf og stuðningsfjölskyldur.

3. ágú. 2010 : Fjöldi hælisleitenda fyrstu sex mánuði ársins 2010 og ákvarðanir stjórnvalda í hælismálum á sama tíma

Á fyrstu sex mánuðum ársins 2010 sóttu alls 17 einstaklingar frá tólf ríkjum um hæli á Íslandi sem flóttamenn.

2. júl. 2010 : Hælisleitendur á ferð um Suðurland

Ellefu hælisleitendur, sem bíða þess að umsókn þeirra verði afgreidd, fóru í árlegt ferðalag um Suðurlandið síðustu helgi. Með þeim í för voru sjálfboðaliðar Hafnarfjarðardeildar sem vinna í verkefninu félagsstarf hælisleitenda.

Ferðinni var heitið til Víkur en á leiðinni var farið um Stokkseyri og Eyrarbakka og síðan var stoppað við Seljalandsfoss þar sem teknar voru myndir og létt nesti borðað.

Í Vík fékk hópurinn góðar móttökur hjá Sveini og Auði í Víkurdeild Rauða krossins. Þau upplýstu hópinn um eldgosið, hvaða áhrif það hefur haft í Vík og nágrenni og hvernig staðið var að hreinsunarstarfi meðan á gosinu stóð og nú þegar gosið hefur róast. 

23. jún. 2010 : Ný skýrsla Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna um fjölda flóttamanna á árinu 2009

Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna hefur gefið út skýrslu með tölum um fjölda flóttamanna og þróun í flóttamannamálum á árinu 2009. Í skýrslunni, sem er 30 blaðsíður, Er einnig leitast við að greina tölfræðiupplýsingar, þróun og breytingar á þeim fjölda fólks sem stofnunin starfar fyrir og með (flóttamenn, ríkisfanglausir, flóttamenn sem snúa til baka til heimalands og þeir flóttamenn sem eru á vergangi innan eigin landamæra).

Í skýrslunni kemur meðal annars fram, að:

21. apr. 2010 : Fjöldi hælisleitenda í iðnríkjunum árið 2009

Tölfræði Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna sýnir að fjöldi hælisleitenda í 44 iðnvæddu ríkjunum hafi verið nánast sá sami árið 2009 og hann var árið 2008. Fjöldinn á síðasta ári hafi verið 377.000.

7. apr. 2010 : Ósamræmi í meðferð hælisumsókna í löndum Evrópusambandsins

Nýleg athugun Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna hefur leitt í ljós að á meðal tólf ESB ríkja er ósamræmi þegar kemur að meðferð hælisumsókna. Á vettvangi ESB var samþykkt tilskipun um meðferð hælisumsókna árið 2005 sem skyldi tryggja að ákvarðanir um réttarstöðu flóttamanna yrði samræmd innan sambandsins og um leið yrðu réttindi hælisleitenda tryggð betur, s.s. með því að tryggja að persónuviðtal yrði tekið við hælisleitendur og að hælisleitendur hefðu rétt til að kæra ákvarðanir.

28. jan. 2010 : Örbirgð í Grikklandi - Hvað gera stjórnvöld við skýrslu Flóttamannastofnunar SÞ

Fangelsið þar sem hann dvaldi fyrst eftir komuna til Grikklands var yfirfullt. Fólk hvert sem hann leit, ekkert pláss. Greinin birtist á Smugunni 27.10.2010.

23. jan. 2010 : Vel heppnuð aðlögun flóttakvenna

Haustið 2008 komu 29 palestínskir flóttamenn til Íslands og settust að á Akranesi. Aðlögun hópsins gengur vel og lítil hnáta hefur meira að segja bæst í hópinn eins og Sigríður B. Tómasdóttir komst að í heimsókn á Skagann. Greinin birtist í Fréttablaðinu 23. janúar 2010.

18. jan. 2010 : Rauði krossinn ítrekar tilmæli um að hælisleitendur verði ekki sendir til Grikklands á grundvelli Dublinar reglugerðar

Nýlega kom út skýrsla Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna með niðurstöðum könnunar um ástand hælismála í Grikklandi. Flóttamannastofnun lét gera skýrsluna meðal annars með tilliti til endursendingar hælisleitenda til Grikklands á grundvelli Dublinar reglugerðarinnar svokölluðu.

12. jan. 2010 : Fjöldi hælisumsókna á árinu 2009 og ákvarðanir Útlendingastofnunar og dómsmálaráðuneytis á árinu 2009

Samkvæmt upplýsingum Rauða kross Íslands hafa alls 35 einstaklingar óskað eftir hæli á Íslandi frá 1. janúar til 30. desember 2009.