21. apr. 2010 : Fjöldi hælisleitenda í iðnríkjunum árið 2009

Tölfræði Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna sýnir að fjöldi hælisleitenda í 44 iðnvæddu ríkjunum hafi verið nánast sá sami árið 2009 og hann var árið 2008. Fjöldinn á síðasta ári hafi verið 377.000.

7. apr. 2010 : Ósamræmi í meðferð hælisumsókna í löndum Evrópusambandsins

Nýleg athugun Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna hefur leitt í ljós að á meðal tólf ESB ríkja er ósamræmi þegar kemur að meðferð hælisumsókna. Á vettvangi ESB var samþykkt tilskipun um meðferð hælisumsókna árið 2005 sem skyldi tryggja að ákvarðanir um réttarstöðu flóttamanna yrði samræmd innan sambandsins og um leið yrðu réttindi hælisleitenda tryggð betur, s.s. með því að tryggja að persónuviðtal yrði tekið við hælisleitendur og að hælisleitendur hefðu rétt til að kæra ákvarðanir.