20. jan. 2011 : Þriðji hver flóttamaður og hælisleitandi í Finnlandi með einkenni áfallastreitu

Samkvæmt Helsinki Deaconess stofnunni í Finnlandi sýnir þriðji hver hælisleitandi og flóttamaður sem kemur til landsins einkenni áfallastreitu eða þjáist af áfallastreituröskun. Í skýrslu stofnunarinnar fær aðeins þriðjungur þeirra viðhlítandi aðstoð. Í skýrslunni kemur einnig fram að heilbrigðiskerfi Finnlands er ófært um að koma til móts við þarfir einstaklinga sem hafa verið pyndaðir eða þeim verið nauðgað eða börn sem hafa verið látin stunda hermennsku.

Einstaklingar sem þjást af áfallastreitu eða áfallastreituröskun eiga erfitt með að sækja sér þá aðstoð sem þeir eru í þörf fyrir vegna langra biðlista og biðraða, fordóma og erfiðleika heilbrigðiskerfisins við að greina þá einstaklinga sem þjást af áfallastreitu. Börn eru að auki gjarnan treg að ræða þá erfiðu reynslu sem þau hafa gengið í gegnum.