7. feb. 2011 : Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna hefur áhyggjur af stefnu sænskra stjórnvalda að snúa hælisleitendum frá Írak til baka

Hlutfall hælisleitenda frá Írak hefur fallið úr 90% árin 2006-2007 niður í 27% á árinu 2009 í kjölfar dóms áfrýjunardómstóls í Svíþjóð árið 2007 sem úrskurðaði um að vopnuðum átökum í Írak væri lokið.

Svíþjóð brottvísar nauðugum fleiri Írökum en önnur ríki og hefur sætt harðri gagnrýni fjölmargra aðila, þar á meðal Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna. Margir þeirra sem hefur verið brottvísað til Íraks eru sagðir tilheyra minnihlutahópum í Írak sem eru í hættu í Írak og hefur mörgum þeirra, samkvæmt upplýsingum frá Flóttamannastofnun SÞ, verið brottvísað til svæða innan Íraks þar sem mikið ofbeldi ríkir sem aftur gefur tilefni til alþjóðlegrar verndar.

4. feb. 2011 : Tíu fengu alþjóðlega vernd á síðasta ári - Afgreiðslutíminn styttist milli ára

Tíu einstaklingar fengu alþjóðlega vernd hér á landi á síðasta ári, þ.e. stöðu flóttamanns eða dvalarleyfi á grundvelli mannúðarsjónarmiða og/eða vegna sérstakra tengsla við landið. Alls sótti 51 einstaklingur frá 22 ríkjum um hæli hér á landi. Greinin birtist í Morgunblaðinu 03.02.2011.