31. ágú. 2011 : Tólf milljónir ríkisfangslausra í heiminum

Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna hefur að undanförnu vakið athygli almennings og ríkisstjórna að enn eru um 12 milljónir karla, kvenna og barna ríkisfangslaus í heiminum. Það eru fleiri en búa samanlagt í Danmörku, Noregi, Íslandi, Færeyjum og Grænlandi.

Þar sem ríkisfangslausir einstaklingar eru tæknilega ekki ríkisborgarar neins ríkis er þeim oft neitað um grundvallarmannréttindi og um aðgengi að vinnumarkaði, húsnæði, menntun og heilbrigðisþjónustu. Sumir lenda í því að vera handteknir og dæmdir til fangelsisvistar því þeir geta ekki sýnt fram á hverjir þeir eru því þeir eiga hvorki vegabréf né önnur skilríki.

24. ágú. 2011 : Alþjóðleg vernd hælisleitenda frá Afganistan, Írak og Sómalíu í sex Evrópuríkjum

Nýlega gaf Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna út skýrsluna „Safe at last?“ sem fjallar um lagaumhverfi og framkvæmd í sex Evrópusambandsríkjum og þá vernd sem hælisleitendum sem flýja stríðsátök og handahófskennd ofbeldi er veitt í þessum sömu ríkjum.

10. ágú. 2011 : Hælisleitendur á Íslandi janúar til júní 2011

Á fyrstu sex mánuðum ársins 2011 sóttu alls 32 einstaklingar frá 18 ríkjum um hæli á Íslandi sem flóttamenn. Af þeim drógu þrír einstaklingar umsókn sína til baka áður en ákvörðun var tekin. Á sama tíma veitti Útlendingastofnun átta umsækjendum réttarstöðu flóttamanns, þar af einum á grundvelli viðbótarverndar og fjórum á grundvelli 3. mgr. 46. gr. laga um útlending sem aðstandandi flóttamanns. Umsóknir 26 einstaklinga voru enn til meðferðar hjá stofnuninni í lok júní 2011.

Útlendingastofnun tók alls 18 ákvarðanir varðandi umsóknir um hæli á fyrstu sex mánuðum ársins og var sem fyrr segir átta einstaklingum veitt réttarstaða flóttamanns. Sex einstaklingum var synjað um hæli og dvalarleyfi, fjórir einstaklingar voru endursendur til annars Evrópulands á grundvelli Dublinar samstarfsins og sem fyrr segir drógu þrír hælisumsókn til baka. Alls lauk því 21 málum hjá stofnuninni á fyrri hluta árs 2011.