Áhugaverður fyrirlestur um málefni hælisleitenda

14. jún. 2011

Arndís A. K. Gunnarsdóttir lögmaður og sjálfboðaliði Rauða krossins hélt í dag áhugaverðan fyrirlestur um sérstaklega berskjaldaða hópa í hælismeðferð.

Arndís, sem starfar sem sjálfboðaliði í réttindagæslu hælisleitenda, sótti nýverið námskeið á vegum ELENA í Belgíu þar sem fjallað var um sérstaklega berskjaldaða hópa í hælismeðferð í Evrópu.

Í erindi sínu fjallaði Arndís um hvaða hópar það eru sem eru sérstaklega berskjaldaðir, hvaða vernd er fyrir hendi og hvernig við getum greint þá sem eru sérstaklega berskjaldaðir. Erindið sóttu fulltrúar ýmissa stofnana sem vinna að málefnum hælisleitenda. Arndís hafði áður flutt sama erindi fyrir sjálfboðaliða Rauða krossins sem vinna að málefnum hælisleitenda.

Erindið var mjög fróðlegt og góðar og þarfar umræður fóru fram þar sem menn miðluðu af þekkingu og reynslu í málaflokknum.

Rauði kross Íslands hefur um árabil unnið að málefnum hælisleitenda á Íslandi og nú starfa um fjörtíu sjálfboðaliðar á vegum Hafnarfjarðardeildar í réttindagæslu, félagsstarfi og heimsóknaþjónustu fyrir hælisleitendur.