Vernd fórnarlamba vopnaðra átaka

21. des. 2012

Alþjóðaráð Rauða krossins (ICRC) hefur bætt við upplýsingum um 23 ný lönd í gagnagrunni sínum um venjurétt alþjóðlegra mannúðarlaga. Um er að ræða aðstæður í átökum og meginreglur um greinarmun á borgurum og hermönnum, notkun sérstakra vopna, verndun fólks sem er á flótta innan eigin landamæra, lagaramma um vopnuð átök, barnahermenn og alvarleg brot á alþjóðlegum mannúðarlögum sem teljast til stríðsglæpa.

Löndin sem um ræðir eru: Argentína, Bangladess, Belgía, Bosnía og Hersegóvína, Búrúndí, Chad, Chile, Kólumbía, Króatía, Djibouti, El Salvador, Gvatemala, Íran, Japan, Mexíkó, Perú, Serbía, fyrrum ríki Serbiíu og Svartfjallalands, Senegal, Spánn, Sviss, Úrugvæ og Víetnam.

„Gagnagrunnurinn nær nú yfir gerðir yfir 90 landa allt til ársins 2008,“ sagði Els Debuf, yfirmaður Alþjóða Rauða krossins í venjurétti alþjóðlegra mannúðarlaga í Genf. „Með þessu eru reglum venjuréttar mannúðarlaga og gerðum þessara þjóða safnað á einn stað, og þessar upplýsingar gerðar aðgengilegar fyrir hvern þann sem vill nálgast þær.“

Venjuréttur mannúðarlaga er í stöðugri mótun og því mikilvægt að halda utan um og henda reiður á því hvernig þjóðir fara eftir honum  - til að bæta við reglurnar og að bæta þannig vernd fórnarlamba vopnaðra átaka.

www.icrc.org/customary-ihl/eng/docs/home