Fjöldi flóttamanna á heimsvísu á árinu 2012

20. jún. 2013

Nýleg skýrsla  Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna varpar ljósi á umfang flóttamannavandans eins og hann horfði við á árinu 2012. Samkvæmt Flóttamannastofnun höfðu 45,2 milljónir manna verið neydd til að flýja heimili sín vegna ofsókna, ofbeldis og mannréttindabrota. Af þeim eru 15,4 milljónir skilgreindar sem flóttamann í skilningi flóttamannasamnings Sameinuðu þjóðanna frá 1951, þar af 4,9 milljónir Palestínumenn. Heildarfjöldi þeirra sem eru flóttamenn í eigin landi er samkvæmt Flóttamannastofnun 28,8 milljónir og tæplega milljón manns er skilgreindir sem hælisleitendur. Fjöldi þeirra sem er á flótta á heimsvísu hefur ekki verið meiri síðan 1994.

Í skýrslunni kemur meðal annars fram að stríðsátök og ofsóknir flæmdu að meðaltali 23.000 manns á flótta dag hvern allt árið 2012. Þessir aðilar flýja í leit að vernd og öryggi, flestir innan eigin heimaríkis en aðrir í öðrum ríkjum.

Sem fyrr er það Pakistan sem hýsir langflesta flóttamenn í heiminum eða um 1,6 milljón. Í Íran eru næst flestir flóttamenn eða um 868 þúsund. Meira en helmingur allra flóttamanna í heiminum er frá fjórum ríkjum: Afganistan, Sómalíu, Sýrlandi og Súdan.

Á árinu 2012 sóttu um 115 einstaklingar um hæli á Íslandi. Sjá nánar