Vel heppnuð nýárshátíð fyrir hælisleitendur

23. jan. 2015

Þann 29. desember bauð Rauði krossinn í Hafnarfirði upp á nýárshátíð fyrir hælisleitendur á Íslandi. Hátíðin er haldin árlega og vel tekið. Nú sóttu yfir 100 manns atburðinn þar sem íslenskur hátíðarmatur var á borðstólum og einstaklingar og fjölskyldur dönsuðu við diskó-innblásna tónlist frá hljómsveitinni Boogie Trouble undir stjórn söngkonunnar Klöru Arnalds.

Yngstu gestirnir voru á aldrinum 0-13 ára og fengu þau öll litla jólagjöf. Oft hefur þessi atburður verið sama kvöld og flugeldasýning á vegum Björgunarsveitar Hafnarfjarðar en því miður var sú ekki raunin í ár. Fólk lét það þó ekki á sig fá því Boogie Trouble meira en gerði upp fyrir skort á flugeldum með þeirra flutningi af skemmtilegum diskó lögum.

Þakkir fyrir skipulagningu og aðstoð við fagnaðinn fer til okkar góða hóps sjálfboðaliða sem gefur vinnu sína til heimsókna og félagstarfs hælisleitenda.