• RKI_-Syrland_skjaauglysing02

Hjálpum flóttafólki!

8. sep. 2015

Rauði krossinn á Íslandi hefur ákveðið að hefja fjársöfnun til að styðja flóttafólk. Umræðan um flóttafólk hefur ekki farið framhjá neinum undanfarna daga. Vandamálið sem heimsbyggðin öll stendur frammi fyrir er aðkallandi en fjöldi flóttamanna hefur aldrei verið meiri í mannkynssögunni. Rauði krossinn í Suður-og Austur-Evrópu og í nágrannaríkjum Sýrlands hefur unnið ótrúlegt starf undanfarnar vikur, mánuði og ár.

Rauði krossinn á Íslandi ætlar ekki að láta sitt eftir liggja. Við ætlum að veita sýrlenskum flóttamönnum í Líbanon áframhaldandi læknisaðstoð og einnig verður brugðist við kalli Rauða kross félaga í Evrópu þar sem flóttamannastraumurinn er þyngstur.

Í náinni framtíð kemur síðan að því að við Íslendingar tökum á móti flóttafólki. Það er eindregin von Rauða krossins að sú móttaka takist sem allra best. Þar skiptir framlag almennings miklu máli.

Söfnunarnúmer Rauða krossins á Íslandi eru: 904 1500, 904 2500, 904 5500

Einnig er hægt að borga með kreditkorti með því að smella hér eða leggja inn á reikning 0342-26-12, kt. 530269-2649.