Hælisleitanda veitt staða flóttamanns í Króatíu

27. nóv. 2006

Í fréttatilkynningu sem Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna (UNHCR) sendi frá sér 21. nóvember 2006 er því fagnað að Króatía veitti hælisleitanda stöðu flóttamanns. Það er í fyrsta skipti sem það gerist frá því að Króatía varð sjálfstætt ríki fyrir fimmtán árum. Hælisleitandinn sem um ræðir er 27 ára gömul kona frá landi í Austur Afríku. Var staða hennar sem flóttamanns viðurkennd á grundvelli trúarbragða og vegna þeirrar staðreyndar að hún hefði átt á hættu að kynfæri hennar hefðu verið limlest ef henni hefði verið snúið til baka til síns heimalands.

„Með því að veita hælisleitanda stöðu flóttamanns í fyrsta skipti hefur Króatía stigið mikilvægt skref í áttina að fullkomlega virku kerfi fyrir hælisleitendur sem sé í samræmi við Flóttamannasamning Sameinuðu þjóðanna frá 1951 og evrópska staðla og framkvæmd“, sagði fulltrúi Flóttamannastofnunar í Króatíu Jean-Claude Concolato.

Flóttamannastofnun vonast eftir að nú þegar að Króatía hefur viðurkennt stöðu einstaklings sem flóttamanns muni það greiða fyrir því að þeir sem eru í þörf fyrir alþjóðlega vernd verði veitt sú vernd í Króatíu.

Samkvæmt opinberum tölum sóttu 186 einstaklingar um hæli í Króatíu á síðasta ári. Flestir þeirra ríkisborgarar Bangladess, Indlands, Serbíu og Svartfjallalands (þáverandi), Makedóníu og Moldavíu.

Heimild: Vefur UNHCR, http://www.unhcr.org/news/NEWS/455c85c52.html