Sönnunarbyrði hælisleitenda á Íslandi: Rannsókn á úrskurðum dómsmálaráðuneytisins í hælismálum

Svanfríði D. Karlsdóttur

14. des. 2006

Svanfríður D. Karlsdóttir hefur veitt Rauða krossi Íslands leyfi til að birta á heimasíðu sinni rannsókn sem hún vann árið 2003 og var styrkt af Nýsköpunarsjóði. Rannsóknin snýr að sönnunarbyrði hælisleitenda á Íslandi og spyr Svanfríður meðal annars hvort að málefnaleg sjónarmið  liggi til grundvallar sönnunarbyrði í hælimálum á Íslandi.

Í rannsókn sinni fjallar Svanfríður í stuttu máli um flóttamannasamning Sameinuðu þjóðanna frá 1951 og skilgreininguna á hugtakinu “flóttamaður”. Þá er fjallað um á hverju ákvarðanir Útlendingastofnunar byggjast í hælismálum og hvaða löggjöf liggi til grundvallar. Þá eru úrskurðir dóms- og kirkjumálaráðuneytisins skoðaðir í ljósi þeirra sjónarmiða sem byggt er á og að lokum dregur Svanfríður saman umfjöllunarefni rannsóknar sinnar og setur í lokin fram ályktanir.

Leiðbeinendur Svanfríðar voru Katla Þorsteinsdóttir  lögfræðingur og Páll Hreinsson prófessor.

Sönnunarbyrði hælisleitenda á Íslandi - pdf