Einkenni ofurálags umfjöllunarefni á námskeiði fyrir hælisleitendur

8. apr. 2008

Hælisleitendum sem bíða úrlausna sinna mála var boðið að taka þátt í námskeiði í sálrænum stuðningi á dögunum. Jóhann Thoroddsen sálfræðingur og verkefnisstjóri hjá Rauða krossinum hélt erindi um einkenni ofurálags og hvernig er hægt að bregðast við ástandi sem er til þess fallið að valda miklum kvíða og streitueinkennum.

Eftir fyrirlesturinn voru umræður þar sem Jóhann svaraði spurningum sem hópurinn velti upp og málin rædd ítarlega. Rauði krossinn býður hælisleitendum upp á samskonar námskeið á rússnesku og skyndihjálparnámskeiðs á ensku og rússnesku.

Þátttakendur á námskeiðinu voru frá 10 þjóðlöndum; Malasíu, Íran, Alsír, Máritaníu, Vestur-Sahara, Kína, Eritreu, Kenía, Úsbekistan og Rússlandi. Þau bíða úrlausnar sinna mála frá stjórnvöldum og hafa dvalið allt upp í þrjú ár á Íslandi. Á síðasta ári sóttu 42 einstaklingar um hæli á Íslandi.