Átök í Afganistan og Sómalíu fjölga hælisumsóknum í heiminum

29. apr. 2009

Fjöldi hælisleitenda í iðnvæddum löndum jókst í fyrra, annað árið í röð, samkvæmt bráðabirgðahagtölum frá Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna. Má það rekja að hluta til aukins fjölda hælisumsókna frá ríkisborgurum Afganistans, Sómalíu og annarra landa sem eru að ganga í gegnum tímabil ólgu eða átaka. Þótt íröskum hælisleitendum hafi fækkað um 10 prósent árið 2008 þá eru Írakar enn sú þjóð sem á flestar hælisumsóknir í hinum iðnvædda heimi.

383 þúsund nýjar hælisumsóknir voru lagðar fram á síðasta ári í 51 iðnvæddum ríkjum sem er 12 prósenta aukning miðað við árið 2007 þegar umsóknir voru 341 þúsund. Þetta er annað árið í röð sem hælisumsækjendum fjölgar síðan árið 2006 þegar skráður fjöldi hælisumsókna hafði verið lægstur í 20 ár (307 þúsund)

Flestar hælisumsóknir árið 2008 komu frá umsækjendum upprunalega frá Írak (40.500 sem er 10 prósenta minnkun miðað við 45.100 árið 2007), þvínæst Sómalía (21.800), Rússland (20.500), Afganistan (18.500) og Kína (17.400). Af tíu algengustu þjóðernum sem sóttu um hæli á síðasta ári voru nokkur sem héldust stöðug en önnur sýndu fram á verulega aukningu.

Þau lönd sem sýndu fram á verulega aukingu umsókna voru Afganistan (aukning um 85 prósent), Zimbabwe (aukning um 82 prósent), Sómalía (aukning um 77 prósent), Nígería (aukning um 71 prósent) og Sri Lanka (aukning um 24 prósent). Allar þessar þjóðir upplifðu ófrið eða átök árið 2008.

Bandaríkin héldu áfram að vera aðal áfangastaður hælisleitenda árið 2008, um það bil 49 þúsund nýjar hælisumsóknir það árið, sem telur 13 prósent af öllum umsóknum í iðnvæddum ríkjum. Hinsvegar, miðað við íbúafjölda, var aðeins ein umsókn um hæli í Bandaríkjunum á hverja 1000 íbúa, á meðan meðaltalið í löndum Evrópusambandsins var 2,4 hælisleitendur á hverja 1000 íbúa. Á Íslandi var meðaltalið 0,241 hælisleitandi á hverja 1000 íbúa en alls voru 76 umsóknir um alþjóðlega vernd á Íslandi á árinu 2008. Á árinu 2007 var þetta hlutfall enn lægra, eða 0,137, en þá sóttu alls 42 einstaklingar eftir hæli á Íslandi.

Á eftir Bandaríkjunum eru aðal löndin sem hælisleitendur leita til Kanada (36.900), Frakkland (35.200), Ítalía (31.200) og Bretland (30.500).

Löndin sem taka á móti hælisumsækjendum  hefur einnig fjölgað síðustu tvö árin.  Sem dæmi má nefna að Írakar sóttu um hæli í aðeins sjö iðnvæddum ríkjum árið 2004 (fyrir utan lönd sem taka á móti færri en 500 umsóknum) en árið 2008 sóttu Írakar um hæli í 14 löndum.Þetta bendir til þess að fólk sem sækist eftir alþjóðlegri vernd leita hennar í fleiri löndum, hugsanlega vegna strangari hælisreglna í hefðbundnum hælisríkjum. Þessu var tekið eftir í Svíþjóð þar sem strangari reglur vegna hælisleitenda leiddu til 67 prósenta fækkunar á hælisumsóknum frá Írökum á milli áranna 2007 og 2008. Á sama tímabili nærri þrefaldaðist fjöldi írakskra hælisleitenda í nágrannalandinu Noregi og fjórfaldaðist í Finnlandi samkvæmt nýjustu tölum. Á Íslandi sóttu alls 4 Írakar um hæli á árinu 2008.