Heimsóknavinir á hjúkrunarheimilinu Fellsenda
Sjálfboðaliðarnir sóttu námskeið fyrir heimsóknavini sem heimsækja geðfatlaða. Hafa þeir mikla ánægju af heimsóknunum ekki síður en þeir sem heimsóttir eru og starfsfólk heimilisins.
Mikið hefur verið rætt og hlegið, tekið í spil og listaverk heimilismanna skoðuð. Þegar eru komnar hugmyndir um að fjölga sjálfboðaliðum í þetta verkefni sem og að fjölga stöðum sem yrðu heimsóttir.
Samverustund stjórnenda heimsóknavina
Árleg samvera hóp- og verkefnisstjóra heimsóknavina var haldin á laugardaginn. Alls mættu 27 manns víðsvegar að af landinu. Veðrið setti strik í reikninginn en útlit var lengi vel fyrir að fólk kæmist ekki frá Akureyri og Austfjörðum. Austfirðingarnir komust með miklu harðfylgi eftir hádegi og náðu í skottið á samverunni.
Tekið var fyrir hvernig hóp- og verkefnisstjórar gætu veitt sjálfboðaliðum í heimsóknaþjónustu handleiðslu og sálrænan stuðning. Þá var fjallað um heimsóknir til fólks með geðraskanir og meðal annars kom heimsóknavinur sem fer á sambýli til fólks með geðraskanir og sagði frá reynslu sinni.
Heimsóknarvinahundar fremstir í flokki í hundagöngunni
Hundar og eigendur þeirra sem starfa sem sjálfboðaliðar í heimsóknarþjónustu fyrir Rauða kross Íslands voru fremstir í flokki og fóru fyrir göngunni.
Þjónusta heimsóknavina nú í boði á Hvammstanga
Heimsóknavinir eru sjálfboðaliðar, sem hafa það að markmiði að rjúfa einsemd og félagslega einangrun með heimsóknum,spjalli, göngutúrum og öðru því sem hentar hverju sinni.
Heimsóknavinir Rauða krossins leita að gestgjöfum
Einn heimsóknavinur taldi það ávinning fyrir barnið sitt að fá að kynnast eldra fólki sem gæti komið í stað afa eða ömmu og hlakkaði því til að fá tækifæri til að heimsækja eldri borgara. Eldri borgarar búa oft yfir reynslu sem er verðmæt fyrir sjálfboðaliðana þannig að báðir hafa þess vegna eitthvað að gefa og þiggja.
Fjölgun í hópi heimsóknavina á Stöðvarfirði
Heimsóknaþjónusta er eitt af öflugustu verkefnum Stöðvarfjarðardeildar Rauða krossins og eftir námskeiðið eru 11 starfandi heimsóknavinir á svæðinu.
Heimsóknavinir eru sjálfboðaliðar sem rjúfa einsemd og félagslega einangrun með heimsóknum og veita félagsskap með spjalli, göngutúrum, handavinnu, ökutúrum og margt fleira. Meiri hluti þeirra sem notfæra sér þjónustuna á Stöðvarfirði eru aldraðir.
Nýir heimsóknavinir Víkurdeild
Mikill áhugi er fyrir því að hefja starfsemi heimsóknavina hjá Víkurdeild. Námskeið til undirbúnings fyrir heimsóknavini var því haldið hjá deildinni á þriðjudaginn.
Sjálfboðaliðar Rauða krossins gegn einsemd og einangrun
Heimsóknavinanámskeið í Skagafrði
Heimsóknaþjónusta hefur verið starfrækt hjá deildinni frá því árið 2001 í samvinnu við Sauðárkrókskirkju og Fjölskylduþjónustu Skagafjarðar.
Sjálfboðaliðar heimsækja gestgjafa og veita félagsskap eftir samkomulagi, svo sem að spjalla eða lesa. Hlutverk þeirra er fyrst og fremst að veita félagsskap, nærveru og hlýju.
Heimsóknavinir og margmenning
Sunnuhlíð fagnar 25 ára afmæli
Fulltrúar Kópavogsdeildar Rauða krossins samfögnuðu hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð á 25 ára afmælinu sem haldið var hátíðlegt í síðustu viku. Við það tækifæri færði Kópavogsdeild hjúkrunarheimilinu ferðatæki með geislaspilara að gjöf sem mun nýtast við spilun á tónlist í virkninni þar sem heimilisfólk stundar ýmsa handavinnu.
Reynir Guðsteinsson, varaformaður Kópavogsdeildar, flutti Sunnuhlíð kveðju frá deildinni og minnti á hvernig leiðir Sunnuhlíðar og deildarinnar hafa legið saman frá upphafi hjúkrunarheimilisins.
Sunnuhlíð er fyrsta sérhannaða hjúkrunarheimilið fyrir aldraða á Íslandi og hóf rekstur árið 1982. Kópavogsdeild var í hópi fjölmargra félagasamtaka í Kópavogi sem stóðu að byggingu Sunnuhlíðar og hefur stutt myndarlega við bakið á uppbyggingu og starfi heimilisins með styrkjum, gjöfum og sjálfboðnu starfi.
Heimsókn heimsóknavina Akranesdeildar í Kópavogsdeild
Fjórfættir heimsóknavinir Rauða krossins
Námskeið heimsóknavina í Öxarfjarðardeild
Sjálfboðaliðar hressa upp á daginn
Heimsóknarþjónusta kvennadeildar Reykjavíkurdeildar Rauða kross Íslands er þarft og nauðsynlegt verkefni. Sigrún Ásmundar spjallaði við Örn Ingimundarson og Brynhildi Stefánsdóttur, en þau eru sjálfboðaliðar í heimsóknarþjónustunni. Greinin birtist í Morgunblaðinu þann 15. nóvember 2006.
Námskeið heimsóknavina í Árnesingadeild
Svæðisfulltrúi setti námskeiðið og síðan sagði Ragnheiður Ágústsdóttir m.a. frá starfsemi heimsóknavina deildarinnar.
Heimsóknavinanámskeið í Hveragerði
Hveragerðisdeild Rauða krossins stóð fyrir námskeiði fyrir heimsóknavini í húsnæði sínu að Austurmörk 7 í Hveragerði, miðvikudaginn 17. janúar.
Þátttaka var góð og áhugi á málefninu mikill. Nokkrir komu frá Selfossi þar sem nú þegar er öflugt starf heimsóknavina. Einnig voru þátttakendur frá Þorlákshöfn, en þar verður kynning á verkefninu 22. janúar og stefnt að námskeiði í framhaldi af því.
Heimsóknavinir í Árnesingadeild kynna verkefnið
Árnesingadeild Rauða krossins stóð fyrir kynningu á Selfossi á verkefni heimsóknavina. Ragnheiður Ágústsdóttir starfsmaður Árnesingadeildar, sem er hópstjóri heimsóknavina á Selfossi, sagði frá starfsemi hópsins