5. nóv. 2007 : Heimsóknarvinahundar fremstir í flokki í hundagöngunni

Laugardaginn 3. nóvember stóð Hundaræktarfélag Íslands fyrir árlegri göngu með hunda niður Laugaveginn. Fjölmennt var í göngunni og ýmsar tegundir hunda skörtuðu sínu fegursta.

Hundar og eigendur þeirra sem starfa sem sjálfboðaliðar í heimsóknarþjónustu fyrir Rauða kross Íslands voru fremstir í flokki og fóru fyrir göngunni.