Heimsóknanámskeið á Fljótsdalshéraði
Námskeið fyrir verðandi heimsóknavini var haldið í Kirkjuselinu í Fellabæ í samvinnu við Héraðs- og Borgarfjarðardeild Rauða krossins og safnaða Þjóðkirkjunnar í Eiða-, Vallanes og Valþjófsstaðarprestakalli.
Undanfarin ár hefur heimsóknaþjónustuhópur starfað í Egilsstaðakirkju og hafa félagar í hópnum bæði sótt einstaklinga heim og stuðlað að samverustundum á sjúkrahúsinu og á sambýli aldraðra.
Rauði krossinn hefur það á stefnuskrá sinni að rjúfa einangrun þeirra sem einhverra hluta vegna búa við einsemd og einangrun og því hafa þessir tveir aðilar ákveðið að vinna saman að verkefninu HEIMSÓKNAVINIR.
Nýir heimsóknavinir á Skagaströnd
Námskeið fyrir verðandi heimsóknavini á Norðurlandi var haldið á vegum Skagastrandardeildar í síðustu viku og sóttu það átta konur frá Skagaströnd og Blönduósi.
Heimsóknavinaverkefni að hefjast hjá Siglufjarðardeild
Námskeið fyrir verðandi heimsóknavini var haldið á vegum Siglufjarðardeildar í vikunni og sóttu það fimmtán konur.
Siglufjarðardeild er sú tíunda í röð deilda á Norðurlandi sem áætlar að fara í verkefnið. Hópstjórar verða þær Margrét Guðmundsdóttir og Mundína Bjarnadóttir.
Steinar Baldursson gjaldkeri Siglufjarðardeildar sagði frá starfsemi deildarinnar en leiðbeinandi námskeiðsins var Guðný H. Björnsdóttir, svæðisfulltrúi á Norðurlandi.