27. jan. 2011 : Bætist í hóp hundaheimsóknavina á Norðurlandi

Haldið var námskeið í húsnæði  Akureyrardeildar fyrir þá heimsóknavini sem vilja heimsækja með hunda. Þetta var annað námskeið þessa eðlis sem haldið hefur verið á Norðurlandi.

Þátttakendur komu frá þremur deildum á svæðinu þ.e. Akureyrar-, Skagafjarðar- og Húsavíkurdeild og voru fulltrúar frá síðastnefndu deildinni að sækja svona námskeið í fyrsta sinni.

Gunnhildur Jakobsdóttir og Brynja Tomer fluttu erindi um hjálparhunda fyrir hundaeigendurna en  að því búnu flutti námskeiðsfólk sig yfir í dvalarheimilið Hlíð þar sem fram fór úttekt á hundunum.