30. mar. 2011 : Maður er manns gaman!

Heimsóknavinir er eitt eftirsóttasta sjálfboðaliðaverkefni Rauða krossins og flestar deildir félagsins eru með það á verkefnaskránni.

Þórunn Sigurðardóttir gerðist heimsóknavinur fyrir stuttu. Gestgjafi hennar er öldruð kona sem hefur áhuga á að fara í göngutúr þrátt fyrir að hún þarf að styðjast við göngugrind. Markmiðið er að hitta hana einu sinni í viku.