19. apr. 2011 : Gæðastundir í heimsóknaþjónustu

Í hverri viku fer hópur heimsóknavina Rauða krossins í heimsóknir til gestgjafa sinna til að gefa af sér gæðastund. Í heimsóknaþjónustu er lagt upp með að maður er manns gaman og snýst hún því um samveru og það að njóta félagskapar hvors annars.

Í Hafnarfirði hafa heimsóknavinir verið að störfum frá árinu 2002 og nú eru 25 sjálfboðaliðar í heimsóknaþjónustu. Heimsótt er bæði inná einkaheimili og á stofnanir. Það sem er hvað skemmtilegast við heimsóknaþjónustuna er að verkefnið er bæði fjölbreytt og sveigjanlegt. Allir geta auðveldlega tekið þátt og fundið heimsókn við sitt hæfi. Hvað gert er í heimsóknum er samkomulag á milli heimsóknavinar og gestgjafa og getur það t.d. verið spjall, lestur dagblaða, skák eða gönguferðir svo eitthvað sé nefnt.