Ferfættur vinur í Vin

Bergþóru Njálu Guðmundsdóttur á mbl.is

26. mar. 2010

Fimmtudagar eru sérstakir dagar í athvarfinu Vin að Hverfisgötu. Þá fá gestir hússins heimsókn frá vin sem segir ekki margt en er þeim mun elskulegri við alla. Bergþóra Njála Guðmundsdóttir blaðamaður á Morgunblaðinu fylgdist með og birti meðfylgjandi myndskeið á mbl.is.

Ekki er ýkja langt síðan hundurinn Cisko bættist í fjölbreyttan hóp sjálfboðaliða Rauða krossins en vikulega fer hann ásamt eiganda sínum Ásgerði H. Sveinsdóttur í Vin, sem er athvarf fyrir fólk með geðraskanir.

Heimsóknir þeirra falla í góðan jarðveg, ekki síst hjá einum fastagesta Vinjar, sem lætur sig ekki vanta þegar Cisko ber að garði.

Cisko er farinn að rata ágætlega um næsta nágrenni Hverfisgötunnar því hann platar gjarnan gesti Vinjar með sér í göngutúr, ef þannig liggur á honum. Hann gerir lítinn mannamun og sprangar um allt hús til að heilsa upp á vini sína sem eru örlátir á athyglina.

Sjá myndskeið