Heimsóknavinahundar kynntir á smáhundadögum í Garðheimum

14. sep. 2009

Heimsóknavinir sem sinna heimsóknaþjónustu með hunda sína hjá Rauða krossinum kynntu verkefnið á smáhundadögum í Garðheimum um helgina. Heimsóknavinirnir mættu með hundana sína og báru hundarnir sérstaka klúta merkta Rauða krossinum en klútana nota þeir einnig í heimsóknum sínum. Bæklingum var dreift og sýndu gestirnir verkefninu mikinn áhuga.

Heimsóknavinir með hunda á vegum Kópavogsdeildar heimsækja heimilisfólkið í Sunnuhlíð og á sambýlum aldraðra og heilabilaðra. Þeir fara í Rjóðrið sem er hvíldarinnlögn fyrir langveik börn ásamt því að heimsækja á einkaheimili. Þá er nýfarin af stað heimsókn til vistmanna í fangelsinu í Kópavogi.

Þeir hundar sem eru í heimsóknum hafa allir farið í sérstakt mat þar sem kannað er hvernig þeir henta í heimóknir. Heimsóknavinirnir fara á námskeið þar sem þeir eru undirbúnir fyrir heimsóknirnar ásamt því að fara á sérstakan upplýsingafund fyrir hundavini áður en lagt er af stað í fyrstu heimsókn. 

Blæösp og Lilja heimsóknavinahundar vöktu mikinn áhuga hjá gestunum á smáhundadögunum.

Þeir sem hafa áhuga á að gerast heimsóknavinir með hund eða fá til sín hundaheimsóknavin geta haft samband við Kópavogsdeild í síma 554 6626 eða með tölvupósti á kopavogur@redcross.is.  

Bjössi labrador stóð vaktina með eiganda sínum Sigmari heimsóknavini.