Loðinn og fjórfættur sjálfboðaliði

Þóru Kristínu Ásgeirsdóttur MBL sjónvarpi

18. mar. 2009

Grein og myndskeið um hundaheimsókn sjálfboðaliða Kópavogsdeildar var birt á mbl.is í dag.

Hundurinn Þoka ferðast milli elliheimila og skemmtir öldruðu heimilisfólki. Þoka var á Hrafnistu í gær ásamt eiganda sínum og vakti talsverða lukku.

Hún ætlar að koma þangað einu sinni í viku og keppir þar við harmónikkuspil, félagsvist, dans og annað sem íbúar gera sér til dægrastyttingar. Heimlisfólki fannst hundurinn spennandi, en sumir voru þó meira fyrir ketti. Sjá MBL sjónvarp.