Heimsókn með hund

14. ágú. 2013

Saga frá aðstandanda:

„Faðir minn er á dvalarheimili (Droplaugarstaðir) þar sem kemur lítill hundur í heimsókn reglulega. Ég á ekki nógu mörg orð til að þakka ykkur fyrir þessar heimsóknir. Þeir dagar þar sem hundurinn kemur í heimsókn eru öðruvísi en allir aðrir dagar, faðir minn er allur annar hressari og glaðari í lund og það er eins og að heimsækja annan mann eftir að hundurinn hefur komið í heimsókn. Hundurinn gefur honum einhvern neista sem glóir.

Takk og aftur takk þetta er eitt það besta sem þið gerið fyrir aldraða sem eru á stofnunum. Með von um að þetta verkefni vaxi og vaxi því það er kraftaverk að sjá pabba eftir heimsókn.“

Heimsóknavinur með hund er eitt verkefni heimsóknavina Rauða krossins. Heimsóknavinir af þessu tagi, þar sem hundurinn er í aðalhlutverki, eru þekktir víða um heim og sums staðar taka hundarnir virkan þátt í þjálfun og endurhæfingu sjúklinga. Hundavinirnir á vegum Rauða krossins fara í reglubundnar heimsóknir á stofnanir og heimili m.a. til langveikra barna, aldraðra og fatlaðra.