Hundavinir Rauða krossins á Smáhundadögum í Garðheimum

16. feb. 2015

Smáhundadagar voru haldnir í Garðheimum dagana 14. – 15. febrúar og að sjálfsögðu mættu hundavinir Rauða krossins. Frábærir sjálfboðaliðar stóðu vaktina með hundana sína alla helgina. Hundavinirnir eru þó ekki bara smáhundar heldur eru þeir af öllum stærðum og gerðum. Fjölmargir komu og kynntu sér verkefnið af miklum áhuga en verkefnið hefur reynst mjög vel, bæði hjálpar og gleður fjölmarga í hverri viku. Upplýsingar um verkefnið má nálgast hér.