• Heimsoknavinir_kaffibollar

Góð þátttaka á heimsóknavinanámskeiði

27. mar. 2014

Mjög góð þátttaka var á námskeiði fyrir nýja  heimsóknavini  sem haldið var  í gærkvöldi.   Alls voru  það 17 manns sátu námskeiðið og því góð viðbót við þann hóp  heimsóknavina  sem þegar eru starfandi hjá deildinni.
Heimsóknavinir rjúfa einsemd og félagslega einangrun fólks með heimsóknum á einkaheimili og stofnanir.  Heimsóknavinir veita félagsskap m.a. með því að spjalla, lesa fyrir  viðkomandi eða fara í gönguferðir.