Samvera heimsóknavina á Austurlandi

26. nóv. 2013

Haldin var samvera heimsóknavina Rauða krossins á Stöðvarfirði laugardaginn 23. nóvember sl.  og mættu heimsóknavinir frá deildum í Fjarðabyggð. Sigríður Herdís Pálsdóttir starfsmaður Rauða krossins í Fjarðabyggð hélt erindi um samskipti og María Helena Haraldsdóttir verkefnisstjóri Rauða krossins á Austurlandi fór yfir sögu og verkefni félagsins. Í lok samveru kom Bjartmar Guðlaugsson og tók nokkur lög við góðar undirtektir. 

Heimsóknavinaverkefnið er eitt stærsta og útbreiddasta verkefni félagsins og starfa rúmlega 550 sjálfboðaliðar um allt land við heimsóknaþjónustu Rauða krossins.

Heimsóknavinir veita  einstaklingum fyrst og fremst félagsskap, nærveru og hlýju og  hlutverk þeirra er að leitast við að rjúfa einangrun.