Heimsókavinir á Stöðvarfirði

7. des. 2006

Stöðvarfjarðardeild Rauða kross Íslands bauð nýverið heimsóknavinum sem starfa með eldri borgurum og þeim sem áhuga hafa á að vinna við heimsóknaþjónustu upp á fyrirlestur um Sorg og sorgarviðbrögð eldri borgara. Fyrirlesari var séra Gunnlaugur Stefánsson.

Ellefu þátttakendur sóttu námskeiðið, þar af einn úr Breiðdalsdeild Rauða krossins.

Fimm sjálfboðaliðar starfa í heimsóknaþjónustunni hjá Stöðvarfjarðardeildinni og heimsækja fimm gestgjafa.

Heimsóknavinir hittast einu sinni í mánuði og gera þeir sér glaða stund yfir kaffibolla og meðlæti.

Starfið er í gangi frá september til maí en það fellur niður yfir jól og áramót. Á vorin er endað með því að fara með gestgjafa í óvissuferð og er því mjög vel tekið.