Heimsóknavinir að hefja starf á Húsavík

16. jan. 2007

Námskeið fyrir verðandi heimsóknavini hjá Húsavíkurdeild Rauða krossins var haldið í gær. Leiðbeinandi var Guðný H. Björnsdóttir svæðisfulltrúi og Elsa Björk Skúladóttir formaður Húsavíkurdeildar sagði frá starfsemi deildarinnar. Þátttakendur á námskeiðinu voru 11.

Stefnt er að því að koma verkefninu í gang hið allra fyrsta. Samráð verður við aðila á svæðinu sem hafa besta þekkingu á hvar þjónustunnar er helst þörf og er fyrurhugaður fundur með þeim í vikunni. Þar munu sjálfboðaliðar deildarinnar kynna þeim verkefnið.

Hópstjóri í heimsóknarþjónustunni verður Sólveig Mikaelsdóttir.