Námskeið heimsóknavina í Öxarfjarðardeild

7. maí 2007

Námskeið fyrir heimsóknavini var haldið í Öxarfjarðardeild mánudaginn 30. apríl og sóttu það 11 manns. Þetta er annað námskeiðið sem deildin heldur en hið fyrra var haldið fyrir tveimur árum og hefur heimsóknaþjónusta verið starfrækt síðan. Námskeiðið er því liður í að útvíkka þjónustuna.
 
Námskeiðið var með hefðbundnu sniði þar sem greint er frá tilgangi heimsóknavina og farið yfir leiðbeiningar og reglur sem þarf að hafa í huga í heimsóknum. Leiðbeinandi var Guðný H. Björnsdóttir svæðisfulltrúi á Norðurlandi. Kristjana Helgadóttir gjaldkeri deildarinnar lýsti sjálfboðastarfi sínu og Helga Þorsteinsdóttir formaður sagði frá starfi deildarinnar. 
 
Árlega heimsækja sjálfboðaliðar Rauða krossins hundruð einstaklinga sem eru félagslega einangraðir. Sjálfboðaliðarnir sækja undirbúningsnámskeið eins og þetta og eru bundnir trúnaði við þá sem þeir heimsækja.