Samverustund stjórnenda heimsóknavina

3. des. 2007

Árleg samvera hóp- og verkefnisstjóra heimsóknavina var haldin á laugardaginn. Alls mættu 27 manns víðsvegar að af landinu. Veðrið setti strik í reikninginn en útlit var lengi vel fyrir að fólk kæmist ekki frá Akureyri og Austfjörðum. Austfirðingarnir komust með miklu harðfylgi eftir hádegi og náðu í skottið á samverunni.

Tekið var fyrir hvernig hóp- og verkefnisstjórar gætu veitt sjálfboðaliðum í heimsóknaþjónustu handleiðslu og sálrænan stuðning. Þá var fjallað um heimsóknir til fólks með geðraskanir og meðal annars kom heimsóknavinur sem fer á sambýli til fólks með geðraskanir og sagði frá reynslu sinni.

Eftir hópefli var farið í að skilgreina hlutverk hóp- og verkefnisstjóra því misjafnt er hvernig deildir eru að vinna að verkefninu eftir því hvort um er að ræða litla eða stóra deild. Niðurstaðan úr þeirri vinnu var sú að það þyrfti að setja saman lýsingu á hlutverki þeirra og skilgreina hvert starf þeirra er.

Rætt var um að hist yrði fyrr á næsta ári, eða í nóvember, til að hópstórar geti betur nýtt það sem tekið er fyrir á þessum degi til vetrarstarfsins.