Heimsóknavinanámskeið Húsavík

29. sep. 2008

Námskeið fyrir heimsóknavini var haldið í síðustu viku á vegum Húsavíkurdeildar Rauða krossins. Þrettán manns sóttu námskeiðið.
 
Fullur hugur er hjá deildinni að koma á þjónustu heimsóknavina á starfssvæði deildarinnar og munu hópstjórar verkefnisins þær Jóhanna Björnsdóttir og Erla Bjarnadóttir kynna málið fyrir samstarfsaðilum á næstunni.
 
Leiðbeinandi var Guðný H. Björnsdóttir svæðisfulltrúi og Ingólfur Freysson formaður Húsavíkurdeildar sagði frá starfi deildarinnar.