Nýir heimsóknavinir á Skagaströnd

22. okt. 2008

Námskeið fyrir verðandi heimsóknavini á Norðurlandi var haldið á vegum Skagastrandardeildar í síðustu viku og sóttu það átta konur frá Skagaströnd og Blönduósi. Er þetta þriðja námskeiðið á svæðinu á haustdögum.

Þetta er í annað sinn sem deildin býður uppá námskeið af þessu tagi en þjónusta heimsóknavina hefur verið í boði af hálfu Skagastrandardeildar síðan árið 2006. Bætist nú heldur í þann góða hóp sjálfboðaliða deildarinnar sem sinnir þessu merka starfi.
 
Leiðbeinandi var Guðný H. Björnsdóttir svæðisfulltrúi og formaður deildarinnar Pétur Eggertsson sagði frá starfi Skagastrandardeildar.