Heimsóknanámskeið á Fljótsdalshéraði

24. okt. 2008

Námskeið fyrir verðandi heimsóknavini var haldið í Kirkjuselinu í Fellabæ í samvinnu við Héraðs- og Borgarfjarðardeild Rauða krossins og safnaða Þjóðkirkjunnar í Eiða-, Vallanes og Valþjófsstaðarprestakalli.

Undanfarin ár hefur heimsóknaþjónustuhópur starfað í Egilsstaðakirkju og hafa félagar í hópnum bæði sótt einstaklinga heim og stuðlað að samverustundum á sjúkrahúsinu og á sambýli aldraðra.

Rauði krossinn hefur það á stefnuskrá sinni að rjúfa einangrun þeirra sem einhverra hluta vegna búa við einsemd og einangrun og því hafa þessir tveir aðilar ákveðið að vinna saman að verkefninu HEIMSÓKNAVINIR.

María Helena Haraldsdóttir svæðisfulltrúi Rauða krossins á Austurlandi og Ragnheiður Sverrisdóttir djákni og verkefnisstjóri á kærleikssviði Biskupsstofu leiðbeindu á námskeiðinu og mættu 13 manns.