6. apr. 2005 : Vinadeildarsamstarf Reykjavíkurdeildar

Í apríl 2003 var undirritaður samningur milli Reykjavíkurdeildar og gambíska Rauða krossins um að hefja vinadeildarsamstarf. Í framhaldi af þeim samningi gerðu samstarfsaðilarnir viljayfirlýsingu í nóvember sl. um að gengið yrði til samninga við tvær gambískar deildir, Banjul og Kanifing Municipality (KM) og var viljayfirlýsingin staðfest með undirritun samnings þann 14. febrúar sl.