Nemendur í Hamraskóla hugsa til bágstaddra á jólum
Fjölnir Sigurjónsson nemandi í 4.-5. A bekk afhenti fulltrúa frá Rauða krossi Íslands rúmlega 80 þúsund krónur en upphæðin rennur í Hjálparsjóð Rauða krossins.
-Það er ánægjulegt að finna ungt fólk sýna samkennd og leggja sitt af mörkum til að gera öðrum lífið léttbærara. Féð rennur í Hjálparsjóð Rauða krossins sem nýttur er þegar vá ber að garði.
Tombólusölur mikilvægar í hjálparstarfi Rauða krossins
Undanfarin ár hefur Ungmennadeild Reykjavíkurdeildar staðið fyrir bíósýningu í viðurkenningarskyni og Laugarásbíó gaf eins og áður eina sýningu. Að þessu sinni var það myndin Ástríkur og víkingarnir. Sýningin var á degi sjálfboðaliðans þann 5. desember og fjölmenntu krakkarnir í bíó. Mátti heyra hlátrasköll í salnum á meðan á myndinni stóð og að henni lokinni voru húrra hróp og lófaklapp.
Styrkur frá Góða hirðinum
Auk Rauða krossins hlutu eftirtalin samtök styrk við þetta sama tilefni: Hjálparstarf kirkjunnar, Umhyggja, Bandalag kvenna, Hjálpræðisherinn, Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur, Mæðrastyrksnefnd Kópavogs og Mæðrastyrksnefnd Hafnarfjarðar. Samtals voru þetta 10 milljónir króna og eru þær ágóði af rekstri Góða hirðisins á árinu.