30. jan. 2007 : 1. bekkur Ártúnsskóla gefur Rauða krossinum pening

Það var fríður hópur 1. bekkinga í Ártúnsskóla sem kíkti í heimsókn í Reykjavíkurdeild Rauða kross Íslands fimmtudaginn 25. janúar síðastliðinn. Hópurinn kom færandi hendi, þar sem bekkurinn hafði kosið lýðræðislega um það hvort þau skildu gefa hvort öðru jólagjafir þessi jólin, eða gefa Rauða krossinum andvirði jólagjafanna. Sú ákvörðun varð ofan á að gefa Rauða krossinum þá upphæð sem jólagjafirnar hefðu annars kostað.

Umsjónarmenn dagsins afhentu starfsmanni Reykjavíkurdeildar troðfullan sparibauk og Haukur Hákon, nemandi í bekknum, ákvað að leggja aukalega 1.000.- kr. í sjóðinn, sem hann fékk frá tannálfinum nóttina áður. Alls gaf bekkurinn Rauða krossinum 6.400.- krónur sem mun nýtast í Hjálparsjóð félagsins.

Í heimsókninni fengu krakkarnir stutta fræðslu um Rauða krossinn og hlutverk hans.

26. jan. 2007 : Styrkur til forvarnastarfs í Iðnskólanum í Hafnarfirði

Á dögunum afhenti Hafnarfjarðardeild Rauða krossins Iðnskólanum í Hafnarfirði tvo smokkasjálfsala sem komið verður fyrir á salernum við matsal nemenda. Gjöfin er liður í stuðningi við forvarnarstarf meðal ungs fólks en ósk um styrk barst frá forvarnafulltrúum framhaldsskólanna í Hafnarfirði.

Það var Guðfinna Guðmundsdóttir sem afhenti Jóhannesi Einarssyni skólameistara sjálfsalana á matsal skólans að viðstöddum fjölda nemenda. Sjálfsölunum verður komið fyrir bæði á karla- og kvennasalernum. Með því er lögð áhersla á jafna ábyrgð beggja kynja á að stunda öruggt kynlíf og koma í veg fyrir smitkynsjúkdóma.

24. jan. 2007 : Fermingarbörn fræðast um alnæmisverkefni í Afríku

Nýverið heimsóttu fermingarbörn Fríkirkjunnar í Hafnarfirði Sjálfboðamiðstöð Hafnarfjarðardeildar Rauða krossins. Þau fengu kynningu á starfsemi Rauða krossins og alnæmisverkefni Rauða kross Íslands í Suður-Afríku.

22. jan. 2007 : Börnin á Norðurbergi aðstoða börn í Sierra Leone

Á hverju ári færa börnin á leikskólanum Norðurbergi í Hafnarfirði Rauða krossinum afrakstur flöskusöfnunar ársins. Leikskólinn starfar að umhverfismennt og skipar endurvinnsla stóran sess í daglegu starfi og námi barnanna. Endurvinnslan getur líka borgað sig á fleiri en einn hátt því að þessu sinni renna þeir peningar sem safnast hafa með sölu endurvinnanlegra drykkjarumbúða til verkefna Rauða krossins fyrir stríðshrjáð börn í Sierra Leone.

Suttu fyrir jól afhentu börnin fulltrúa Rauða krossins 21.401 kr. en flöskusöfnunin hefur aldrei gengið eins vel og á árinu 2006. Hjálpfús skyndihjálparstrákur mætti til að vera viðstaddur afhendinguna og könnuðust öll börnin við hann bæði úr fræðslu á vegum leikskólans sem og úr Stundinni okkar sem sýnd er á RÚV á sunnudögum.

19. jan. 2007 : Nýtt verkefni með hælisleitendum gengur vel

Hópur sjálfboðaliða í Hafnarfjarðardeild Rauða krossins hefur frá því í nóvember heimsótt hælisleitendur sem dvelja í Njarðvík á vegum Félagsþjónustunnar í Reykjanesbæ.

15. jan. 2007 : Vel heppnuð fjöldahjálparæfing í Varmárskóla

Neyðarnefnd Rauða kross deilda á höfuðborgarsvæði stóð fyrir fjöldahjálparæfingu í Varmárskóla í Mosfellsbæ á laugardaginn. Æfð var opnun fjöldahjálparstöðvar vegna sprengihótunar í bænum.

12. jan. 2007 : Syngjandi krakkar safna fyrir Rauða krossinn

Þessa duglegu krakka í Garðabæ langaði til að nota frídagana eftir áramótin til góðra verka. Þau gengu í hús í nágrenni við heimili sín og buðust til að syngja fyrir heimilisfólk „Stóð ég úti í tunglsljósi,"

4. jan. 2007 : Enta styrkir gesti Dvalar

Kópavogsfyrirtækið Enta ehf. færði Dvöl, athvarfi fyrir fólk með geðraskanir, kærkomna gjöf um jólin með 50.000 króna framlagi í ferða- og tómstundasjóð Dvalar. Gjöfin mun gera gestum Dvalar kleift að skipuleggja tómstundaviðburði og ferðalög. Meðal gestanna hefur verið vinsælt að fara í dagsferðir innanlands yfir sumartímann. Athvarfið hefur einnig staðið fyrir tveimur ferðum út fyrir landsteinana, annars vegar til Danmerkur árið 2004 og hins vegar til Króatíu síðastliðið sumar.

Ferðir eru kærkomin upplyfting fyrir marga af gestum Dvalar sem treysta sér ekki í ferðalög nema með stuðningi starfsfólks og sjálfboðaliða Dvalar.