28. feb. 2007 : Prjónakaffi fyrir alla áhugasama

Hjá Kópavogsdeild Rauða krossins sér hópur sjálfboðaliða um að prjóna, hekla og sauma ungbarnaföt fyrir börn í neyð. Hópurinn sem kallast Föt sem framlag samanstendur aðallega af konum en nokkrum körlum þó sem flest hafa látið gott af sér leiða með þessum hætti í mörg ár. Sjálfboðaliðarnir stunda handavinnuna mest megnis heima hjá sér hver á sínum hraða en síðan taka nokkrir þeirra að sér að hittast og raða flíkunum í pakka.

Nú er þörf á fleiri sjálfboðaliðum og eru áhugasamir hvattir til að koma og kynna sér verkefnið miðvikudaginn 28. febrúar kl. 16-18 í sjálfboðamiðstöðinni Hamraborg 11. Prjónar og garn verða á staðnum en velkomið er að taka með sér eigið prjónadót og prjóna með hópnum og spjalla saman. Kaffi verður á könnunni og með því.

22. feb. 2007 : Fjöldi sjálfboðaliða nær tvöfaldaðist á síðasta ári

Samningsbundnum sjálfboðaliðum Kópavogsdeildar Rauða krossins fjölgaði úr 95 í 182 á síðasta starfsári eða um 92 prósent. Sjálfboðaliðum í heimsóknaþjónustu fjölgaði úr 37 í 71 og sjálfboðaliðum í öðrum verkefnum fjölgaði einnig mikið. Þannig tóku 24 sjálfboðaliðar þátt í starfi Dvalar og 43 í starfi með börnum og ungmennum, Enter og Eldhugum. Þetta kom fram í máli Garðars H. Guðjónssonar formanns á fjölsóttum aðalfundi deildarinnar sem haldinn var á miðvikudagskvöldið.

Fjöldi sjálfboðaliða deildarinnar sótti fundinn auk fulltrúa ýmissa samstarfsaðila og frá landsskrifstofu félagsins. Gunnar Birgisson bæjarstjóri ávarpaði fundinn, þakkaði deildinni fyrir ánægjulegt samstarf á ýmsum sviðum og hvatti hana til góðra verka.

22. feb. 2007 : Rekstur Lækjar tryggður til næstu þriggja ára

Í gær skrifuðu fulltrúar Hafnarfjarðardeildar Rauða kross Íslands, Hafnarfjarðarbæjar og Svæðisskrifstofu um málefni fatlaðra á Reykjanesi (SMFR) undir nýjan rekstrarsamning um rekstur Lækjar athvarfs fyrir geðraskaða. Undirskriftin fór fram að viðstöddu fjölmenni í Læk.

Með þessum nýja samningi er rekstur athvarfsins tryggður til næstu þriggja ára. Hann er framlenging frá fyrri samningi þessara aðila en stofnsamningur Lækjar var gerður árið 2003.

Í nýja samningnum tekur Hafnarfjarðarbær á sig aukna þátttöku í rekstri Lækjar auk þess sem SMFR stefna að auknu framlagi á samningstímanum.

19. feb. 2007 : Fjör á grunnnámskeiði URKÍ í Alviðru

Félagar Ungmennahreyfingar Rauða krossins í deildunum í Hafnarfirði, Kópavogi og Reykjavík tóku þátt í grunnnámskeiði í Alviðru um helgina. Lagt var af stað síðdegis á föstudag og komið til baka á laugardagskvöld.

Á námskeiðinu lögðu krakkarnir áherslu á sjö grundvallarmarkmið Rauða krossins og voru samin leikrit til að túlka markmiðin. Þau lærðu jafnframt um upphaf hreyfingarinnar og fengu að heyra sögu Henry Dunant stofnanda Rauða krossins.

16. feb. 2007 : Rauði krossinn á framhaldsskólaböllum

Skyndihjálparhópur Reykjavíkurdeildar Rauða kross Íslands sinnir mikilvægu hlutverki á böllum framhaldsskólanema.
Ingibjörg B. Sveinsdóttir blaðamaður fjallaði um starfið í Blaðinu þann 13. febrúar 2007.

13. feb. 2007 : Smokkasjálfsalar settir upp í Flensborg

Síðastliðinn miðvikudag afhenti Hrafnhildur Halldórsdóttir stjórnarmaður í Hafnarfjarðardeild Rauða kross Íslands fulltrúum nemenda í Flensborgarskólanum tvo smokkasjálfsala að gjöf.

Gjöf þessi er hluti af stuðningi Hafnarfjarðardeildar við forvarnastarf í þágu ungs fólks. Sjálfsölunum verður komið fyrir á kvenna- og karlasalernum í skólanum. Með þessu framtaki er ungu fólki auðveldaður aðgangur að öruggri getnaðarvörn og einu vörninni gegn kynsjúkdómum.

Í máli Hrafnhildar við afhendinguna kom fram að nýsmit klamidíu er mjög hátt á Íslandi og er ungt fólk í miklum meirihluta þeirra sem smitast. Jafnframt eru ótímabærar þunganir um 350 á ári og þar af fara um 200 stúlkur í fóstureyðingu.

7. feb. 2007 : Kópavogsdeild tekur þátt í upplýsingagjöf til innflytjenda

Einu sinni í viku er svarað í upplýsingasíma fyrir innflytjendur í sjálfboðamiðstöð Kópavogsdeildar Rauða krossins. Símtölum er svarað frá einstaklingum sem hafa serbó-króatísku að móðurmáli og vilja leita að upplýsingum um hin ýmsu mál sem snerta búsetu þeirra á Íslandi. Í símann svarar Dragana Zastavnikovic sem hefur búið á Íslandi í 11 ár. Dragana segir að flest símtölin snúi að upplýsingagjöf sem snertir atvinnu- og búseturéttindi innflytjenda en einnig óski fólk eftir upplýsingum um hvar það getur nálgast ýmsa þjónustu og viðskipti.

U
pplýsingasími fyrir innflytjendur er rekinn af Fjölmenningarsetri Vestfjarða og var opnaður í samvinnu við Rauða kross Íslands.

2. feb. 2007 : ,,Mikilvægt að halda ró sinni"

Þriðjudagaskvöldið 30. janúar tóku tveir sjálfboðaliðar í Skyndihjálparhóp Ungmennadeildar Reykjavíkurdeildar Rauða krossins, sem einnig eru félagar í Björgunarsveit Árborgar, þátt í mjög erfiðu, en vel heppnuðu björgunarstarfi í Ölfusá í Árborg. Þeir Viðar Arason hópstjóri og Tryggvi Pálsson sjálfboðaliði í Skyndihjálparhópnum björguðu ungum manni sem ekið hafði út í Ölfusána eftir að bíl hans lenti utan vegar við Árveg, rétt norðan Ölfusárbrúar.

Þetta kvöld var töluvert mikið í ánni og þurfti að notast við björgunarbát. Ökumaðurinn var hættur að anda þegar í bátinn kom en var þó með púls.