29. mar. 2007 : Vel heppnuð skyndihjálparæfing á höfuðborgarsvæði

Rauða kross deildir á höfuðborgarsvæði stóðu á dögunum fyrir sameiginlegri skyndihjálparæfingu í Hafnarfirði. Alls tóku 16 manns þátt í æfingunni.

Skyndihjálp er eitt af meginverkefnum Rauða krossins og þess er vænst af sjálfboðaliðum hans að þeir standi klárir á því hvernig bjarga eigi fólki í neyð.

Þrír skyndihjálparleiðbeinendur aðstoðuðu þátttakendur við að leysa ýmis verkefni s.s. að hnoða og blása í endurlífgunardúkkur, binda um snúinn ökkla, leita að áverkum o.s.frv.

Skyndihjálparæfingum er ekki ætlað að koma í stað hefðbundinna námskeiða heldur að gefa fólki kost á að rifja upp þekkinguna og æfa sig í að beita helstu aðferðum skyndihjálpar. Það hefur nefnilega sýnt sig að ef maður æfir tæknina reglulega á maður auðveldara með að beita henni þegar á reynir.

Stefnt er á að halda aðra æfingu í vor og eru áhugasamir hvattir til að hafa samband við Jón Brynjar Birgisson, svæðisfulltrúa, [email protected], sími 565 2425.

29. mar. 2007 : Vefsíða Eldhuga opnuð og Eldhugablaðið gefið út

Í dag efna Eldhugar til útgáfuteitis í sjálfboðamiðstöð Kópavogsdeildar þar sem opnuð verður vefsíða Eldhuga og útgáfu Eldhugablaðsins verður fagnað. Boðsgestir í teitinu verða ungmenni úr Hafnarfjarðardeild Rauða krossins.

Á forsíðunni á vef Kópavogsdeildar má nú finna hlekk til hægri inn á vefsíðu Eldhuga. Bein slóð á vefsíðuna er: www.redcross.is/eldhugar. Þar er að finna ýmsar upplýsingar um starf Eldhuga. Eldhugablaðið inniheldur efni sem Eldhugar hafa sett saman og tengist markmiði þeirra að byggja betra samfélag án mismununar og fordóma.

28. mar. 2007 : Guðný Halla hlaut 1. verðlaun í Byggjum betra samfélag ljósmyndasamkeppni

Guðný Halla Guðmundsdóttir hlaut fyrstu verðlaun í ljósmyndamaraþoni Ungmennahreyfingar Rauða krossins í Hafnarfirði sem haldin var á dögunum. Að launum fékk hún stafræna myndavél frá Hans Petersen í Firði.

26. mar. 2007 : Nemendur í Snælandsskóla gáfu Rauða krossinum fimmtán hjól

Í síðustu viku afhentu nokkrir nemendur úr 8.-10. bekk Snælandsskóla fulltrúum Rauða krossins fimmtán hjól sem send verða til Malaví. Landsfélag Rauða krossins í Malaví sér um afhendingu hjólanna en líklegt er að sjálfboðaliðar Rauða krossins

22. mar. 2007 : 21. mars Alþjóðlegur dagur gegn kynþáttafordómum

21. mars er alþjóðlegur dagur gegn kynþáttamisrétti. Árlega koma þúsundir manna saman þennan dag til að vinna gegn fordómum og misrétti fólks af ólíkum uppruna.

21. mar. 2007 : Aðalfundur Reykjavíkurdeildar

Aðalfundur Reykjavíkurdeildar Rauða kross Íslands var haldinn þann 15. mars. Dagskrá fundarins var hefðbundin, ársreikningur 2006 var kynntur og lagður fyrir fundinn til samþykktar og framkvæmda- og fjárhagsáætlun næsta árs kynnt. Þá var á dagskrá kjör stjórnar.

20. mar. 2007 : Nemendur Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra tók þátt í hlutverkaleiknum Á flótta

Hlutverkaleikurinn Á flótta var leikinn á Norðurlandi síðastliðna helgi í samstarfi Ungmennadeildar Reykjavíkurdeildar og Skagafjarðardeildar Rauða kross Íslands og Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra. Er þetta í fyrsta sinn sem slíkt samstarf hefur verið með uppsetningu leiksins.

15. mar. 2007 : Um 200 þúsund krónur söfnuðust á markaði til styrktar Dvöl

Mikill fjöldi fólks lagði leið sína á fata- og nytjamarkaðinn í sjálfboðamiðstöð Kópavogsdeildar um síðustu helgi þar sem söfnuðust alls 197.161 krónur í ferðasjóð Dvalar.

11. mar. 2007 : Flensborgarar flokka föt

Nemendur í lífsleikni við Flensborgarskólann í Hafnarfirði tóku nokkra daga í síðustu viku í að heimsækja Fataflokkunarstöð Rauða krossins í Hafnarfirði.

Þar fengu þau fræðslu um fataflokkunarverkefnið en brettu því næst upp ermar og flokkuðu og pökkuðu fötum í gámasendingar. Samtals voru farnar fjórar ferðir í Fataflokkunarstöðina en nemarnir eru tæplega hundrað.


9. mar. 2007 : Hægt er að gera kjarakaup á fatamarkaði alla helgina

MK-nemar halda fata- og nytjamarkað í sjálfboðamiðstöð Kópavogsdeildar nú um helgina, bæði laugardag og sunnudag kl. 11-16. Markaðurinn er haldinn í samvinnu við Dvöl, athvarf fyrir geðfatlaða, og rennur allur ágóði óskiptur í ferðasjóð athvarfsins. Þeir sem koma á markaðinn geta sannarlega gert kjarakaup og stutt verðugt málefni um leið.

Undirbúningur fyrir markaðinn stóð sem hæst í gær og óhætt er að segja að líf hafi verið í tuskunum í sjálfboðamiðstöðinni! Margt fallegt og nytsamlegt kom upp úr kössunum. Á markaðnum má meðal annars finna gott úrval barnafatnaðar, skó og gallabuxur á alla fjölskylduna og hægt er að gera kjarakaup á leðurjökkum fyrir fullorðna.

8. mar. 2007 : Fræslufundur um kvíðaraskanir og hugræna atferlismeðferð

Um 15 sjálfboðaliðar og notendur athvarfa Rauða krossins fyrir geðfatlaða, Dvalar í Kópavogi, Vinjar í Reykjavík og Lækjar í Hafnarfirði, áttu saman ánægjulega stund í húsakynnum Vinjar þriðjudagskvöldið 6. mars síðastliðinn.

Brynjar Emilsson sálfræðingur á geðsviði Landspítala Háskólasjúkrahúss hélt áhugavert erindi um kvíðaraskanir og hugræna atferlismeðferð. Í erindi hans kom meðal annars fram að öll höfum við einhvers konar áráttur og þráhyggjur sem gera oft ekki annað en að krydda líf okkar. En þegar þær fara að hafa óþægilega mikil áhrif er líklega kominn tími til að leita sér aðstoðar.

5. mar. 2007 : Prjónahópur Reykjavíkurdeildar styrkir Hjálparsjóð Rauða kross Íslands

Prjónahópur Reykjavíkurdeildar Rauða krossins lagði til tæpa eina milljón króna til Hjálparsjóðs Rauða kross Íslands með því að afhenda prjónavörur í L-12 Rauða krossbúðina en afrakstur búðarinnar rennur í Hjálparsjóð Rauða  krossins.

1. mar. 2007 : Tímamót hjá 1717

Í dag eru þrjú ár síðan Reykjavíkurdeild Rauða krossins tók við rekstri Hjálparsíma Rauða krossins 1717. Áður var verkefnið rekið af landsskrifstofunni eða frá 2002 en nú eru allar deildir Rauða krossins aðilar að Hjálparsímanum.

Þann 1. mars 2004 var verkefninu breytt og ákveðið að fjölga sjálfboðaliðum verulega. Mikill áhugi reyndist vera hjá fólki að starfa hjá 1717 og á skömmum tíma tókst að fá til liðs tugi sjálfboðaliða. Allir sem sýndu áhuga komu í viðtöl, fóru á tilskilin námskeið og þjálfun.

Starfsemi 1717 hefur vaxið og dafnað og í dag er meðal símtalafjöldi hvers sólarhrings um 50 talsins.

1. mar. 2007 : Áhugasamar prjónakonur fylltu sjálfboðamiðstöðina

Húsfyllir varð í prjónakaffinu sem haldið var hjá Kópavogsdeild Rauða krossins í gær þar sem verkefnið Föt sem framlag var kynnt. Segja má að viðtökurnar hafi verið vonum framar því hátt í 60 manns lögðu leið sína til deildarinnar til að taka þátt.

Vonast var til fjölgunar sjálfboðaliða í verkefninu og sýnir aðsóknin að margir geta hugsað sér að sinna sjálfboðnu starfi sem felst í hannyrðum. Stefnt er að því að halda prjónakaffi reglulega svo þeir sjálfboðaliðar sem þess óska geti hist með handavinnuna og átt saman skemmtilega stund.