27. apr. 2007 : Gestir frá Gambíu í heimsókn

Þrír góðir gestur frá Gambíu eru nú í heimsókn hjá Reykjavíkurdeild Rauða kross Íslands.

26. apr. 2007 : Sjálfboðaliði Kópavogsdeildar heiðraður af Rótarý

Rótarýklúbbur Kópavogs hefur útnefnt Önnu Bjarnadóttur, sjálfboðaliða Kópavogsdeildar Rauða krossins, sem Eldhuga ársins 2007 fyrir störf að félags- og mannúðarmálum.

24. apr. 2007 : Rauði krossinn kynntur í grunnskólum

Öllum grunnskólum á höfuðborgarsvæðinu býðst að fá kynningu á starfi Rauða krossins fyrir nemendur 8. bekkja. Í vetur hafa skólarnir verið duglegir að nýta sér boðið og flestir skólar fengið kynningu fyrir sína nemendur.

20. apr. 2007 : Nemendur í Snælandsskóla prjóna til góðs

Á miðvikudaginn afhentu nemendur á miðstigi í Snælandsskóla Kópavogsdeild teppi sem þeir hafa verið að prjóna undanfarið handa börnum í þróunarlöndum. Þeir hafa haft það sem verkefni undanfarin ár að prjóna teppi úr garnafgöngum og er það hluti af umhverfisstefnu skólans að nýta hráefni og um leið leggja öðrum lið.

Margir nemendur hafa komið að gerð teppanna, einnig nokkrir í yngri og efri bekkjum skólans. Þeir taka í prjónana á milli annarra verkefna og oft hafa margir unnið saman að hverju teppi. Nemendurnir eru enn að prjóna enda skólaárið ekki á enda. Verkefnið heldur svo áfram næsta vetur og er áhugi fyrir því að halda áfram að láta teppin nýtast í gegnum verkefni Rauða krossins í þróunarlöndum.