28. nóv. 2008 : Unglingastarf URKÍ-R gefur gjafir

Unglingastarf Ungmennadeildar Reykjavíkurdeildar Rauða kross Íslands fékk gefins á dögunum lager af gömlum tímaritum.

27. nóv. 2008 : Heimsókn í Konukot

Starfsmenn Geðdeildar Landspítala Háskólasjúkrahúss heimsóttu Konukot í vikunni og kynntu sér aðstæður þar.

25. nóv. 2008 : Jólaföndur og jólabakstur í fangelsinu í Kópavogi

Sjálfboðaliðar Kópavogsdeildar sáu um jólaföndur í fangelsinu síðustu tvo laugardaga fyrir þá sem sitja af sér dóm þar. Beiðni barst frá fangelsinu um aðstoð sjálfboðaliðanna til að auka afþreyingu fyrir fólkið sem situr þar inni og koma af stað dálitlum jólaundirbúningi. Fyrstu laugardagana í desember munu sjálfboðaliðar svo sjá um að leiðbeina fólkinu í jólabakstri.

24. nóv. 2008 : Nemendur í Hjallaskóla fá fræðslu um starf Kópavogsdeildar

Um fimmtíu nemendur unglingadeildar Hjallaskóla komu í sjálfboðamiðstöðina fyrir helgi og fengu fræðslu um starf deildarinnar. Fræðslan var hluti af þemadögum í skólanum sem stóð yfir í síðustu viku og var þemað mannúð.

Í sjálfboðamiðstöðinni fengu nemendurnir fræðslu um heimsóknaþjónustuna, fataverkefnið, verkefni tengd innflytjendum, vinadeildasamstarfið og að sjálfsögðu Eldhugana en það er starf sem þessum nemendum stendur einmitt til boða að taka þátt í. Þeir sáu myndband úr starfinu frá því í fyrra og myndir úr starfi síðustu mánaða. Eldhugarnir hittast á fimmtudögum kl. hálfsex og er opið fyrir alla 13-16 ára Kópavogsbúa.

14. nóv. 2008 : Ungir og aldnir vinna saman að því að safna fyrir Rauðakrossdeildina í Maputo

Kópavogsdeild Rauða krossins stendur fyrir handverksmarkaði til styrktar Rauðakrossdeild í Mósambík. Greinin birtist í Morgunblaðinu þann 14.11.2008.

12. nóv. 2008 : Markaðir og þjóðadagur um helgina

Afmæli Húsavíkurdeildar og þjóðadagur
Í tilefni 50 ára afmælis Húsavíkurdeildar Rauða krossins verður haldinn þjóðadagur laugardaginn 15. nóvember í sal Borgarhólsskóla á Húsavík. Dagskráin hefst kl.14:00.
 
Fatamarkaður á vegum Rauða kross deildar Austur Húnavatnssýslu
Laugardaginn 15. nóvember kl. 14:00 - 17:00 verður haldinn fatamarkaður á vegum Rauðakrossdeildar A-Hún í húsi deildarinnar að Húnabraut 13 á Blönduósi.

Kópavogsdeild Rauða krossins heldur handverksmarkað laugardaginn 15. nóvember kl. 10-18 í sjálfboðamiðstöðinni Hamraborg 11, 2. hæð. Seld verða handverk sjálfboðaliða deildarinnar, sauma- og prjónavörur, kökur og annað föndur. Einnig verður handverk frá Mósambík til sölu, skartgripir, box, töskur, batik-myndir og fleira.

10. nóv. 2008 : Fjölþjóðlegur saumaklúbbur

Það ríkti notaleg stemning á fyrsta hittingi fjölþjóðlegs saumaklúbbs í Sjálfboðamiðstöðinni á dögunum
Á dögunum var stofnaður fjölþjóðlegur saumaklúbbur hjá Rauða krossinum. Hugmyndina að stofnun klúbbsins átti Alice Kimani frá Kenýa en hana hefur lengi langað til að taka þátt í saumaklúbbi.

Klúbburinn er ætlaður öllum áhugasömum konum jafnt íslenskum sem erlendum. Markmiðið er að skapa skemmtilegan vettvang fyrir konur til að kynnast, spjalla og eiga notalega stund saman. Klúbbfélagar skiptast á að koma með veitingar og er ætlunin að hittast einu sinni í mánuði.

3. nóv. 2008 : Tónlistarnemar á Áftanesi styðja Rauða krossinn

Nemendur í Tónlistarskóla Álftaness gáfu út geisladisk með tónlist sinni sem þau síðan seldu vinum og fjölskyldu. Ágóðinn af sölunni 109.000 krónur afhentu þau Rauða krossinum.

Peningarnir renna í alþjóðaverkefni Rauða krossins til aðstoðar börnum sem búa við erfiðar aðstæður og munu bætast við framlag tombólubarna þetta árið.

Á síðasta ári söfnuðu börn á Íslandi 570 þúsund krónum sem ráðstafað var til að styðja börn í Malaví sem eiga um sárt að binda vegna alnæmis. Framlögin voru notuð til að kaupa húsbúnað í barnaathvörf sem Rauði krosssinn rekur í Chiranczulu.