28. jan. 2009 : Rauði krossinn opnar Vinanet til að rjúfa einangrun ungmenna

Næstkomandi sunnudag verður Vinanet, sem er nýtt samstarfsverkefni Hjálparsíma Rauða krossins 1717 og Ungmennadeildar Reykjavíkurdeildar Rauða krossins, formlega opnað. 

28. jan. 2009 : Heimsóknir til innflytjenda

Nýtt verkefni í heimsóknaþjónustu Kópavogsdeildar hefur farið af stað. Því er ætlað að ná til innflytjenda og koma í veg fyrir félagslega einangrun þeirra sem og auðvelda aðlögun þeirra að íslensku samfélagi.

26. jan. 2009 : Nýtt verkefni hjá Reykjavíkurdeild Rauða krossins

Vinanet er nýtt samstarfsverkefni Ungmennadeildar R-RKÍ og Hjálparsíma Rauða Krossins 1717

Hlutverk Vinanets
Vinanet er hugsað sem spjall fyrir ungt fólk á aldrinum 16-25 ára sem af einhverjum ástæðum hefur einangrað sig frá samfélaginu. Ætlunin er að ná til þessa hóps með aðstoð Internetsins en það er sá vettvangur þar sem auðvelt er að ná til sem flestra. Á Vinaneti getur fólk rætt saman á uppbyggilegan hátt um hin ýmsu málefni. Ekki er um vandamálamiðað spjall að ræða. Einu sinni í mánuði verða hittingar meðal þeirra sem eru á spjallinu ásamt sjálfboðaliðum og verður ýmislegt skemmtilegt gert eins og fara saman í bíó, í keilu, á skauta, á kaffihús og svo framvegis.

23. jan. 2009 : Fjölbreytt námskeið eru boði hjá Rauða krossinum

Rauði krossinn stendur fyrir fjölda námskeiða á ári hverju. Námskeiðin eru fyrir sjálfboðaliða félagsins og alla aðra áhugasama. 

23. jan. 2009 : Ungmennastarfið í Mosfellsbæ byrjar árið með fullum þunga

Mórall, Ungmennastarf Rauða krossins í Kjósarsýsludeild, heldur fyrsta fund sinn á þessu ári í dag klukkan 17:00 í húsnæði deildarinnar að Þverholti 7 Mosfellsbæ. Fundur í X-hópnum verður síðan haldinn fimmtudaginn 29. janúar klukkan 20:00.

Mórall er ungmennastarf fyrir hressa krakka á aldrinum 13-16 ára. Hist er einu sinni í viku og gert ýmislegt sem tengist Rauða krossinum og skemmt sér saman. Dagskráin fyrir vormisserið er tilbúin og verður mikið um að vera. Það má nefna keiluferð, gestakomur og lokaferð í sumar.

20. jan. 2009 : Hjálparsími Rauða krossins 1717 fær styrk frá Capacent

Kristján Sturluson framkvæmdastjóri Rauða kross Íslands tók í gær við styrk frá Capacent að fjárhæð 500.000 krónur sem verður varið til reksturs á Hjálparsíma Rauða krossins 1717. Styrkurinn er veittur í þakklætisskyni við þátttakendur í símakönnun á vegum Capacent Gallup síðasta desember. Þar runnu 1.000 krónur af hverju samtali til styrktar Hjálparsímanum en könnunin, sem var alþjóðleg, snérist um efnahagsástandið og hagi landsmanna.

„Könnunin var í lengri kantinum miðað við okkar kannanir þannig að við vildum hvetja fólk til að svara og styrkja um leið þetta góða málefni," segir Einar Einarsson, framkvæmdastjóri rannsóknarsviðs Capacent.  „Styrkurinn er þannig frá fólkinu í landinu í gegnum þátttakendur könnunarinnar."