30. sep. 2009 : Vantar alltaf fleiri sjálfboðaliða

Litla búðin á fyrstu hæðinni á Borgarspítalanum er rekin á vegum kvennadeildar Rauða krossins í Reykjavík og allur ágóði af sölunni rennur til sjúkrahúsanna og góðgerðarmála. Greinin birtist í Morgunblaðinu 26.09.2009.

18. sep. 2009 : Enter- og Eldhugastarf hefst að nýju eftir sumarfrí

Nú er barna- og ungmennastarf Kópavogsdeildarinnar komið á fullt skrið en í fyrradag var fyrsta samvera Enter hópsins og í gærkvöldi hittust Eldhugar einnig í fyrsta sinn á nýju hausti. Enter er verkefni fyrir unga innflytjendur á aldrinum 9-12 ára en Eldhugar eru fyrir 13-16 ára unglinga af íslenskum og erlendum uppruna. Bæði verkefnin miða að því að auðvelda ungum innflytjendum að aðlagast nýju samfélagi og taka virkan þátt í því en Eldhugar vinna auk þess sérstaklega með hugtökin vináttu og virðingu í gegnum skapandi verkefni.

15. sep. 2009 : Undirbúningur, hópefli og fræðsla fyrir nýja sjálfboðaliða í ungmennastarfi

Í gærkvöldi var haldið undirbúnings- og fræðslukvöld fyrir þá sjálfboðaliða Kópavogsdeildar sem munu vinna í verkefnum er lúta að börnum og unglingum í vetur.

Kvöldið hófst með hópefli þar sem sjálfboðaliðarnir fengu tækifæri til að kynnast hver öðrum. Þá kynnti verkefnastjóri ungmennamála fyrir þeim verkefnin sem sjálfboðaliðarnir munu koma til með að starfa í; Enter og Eldhuga. Hann fór einnig yfir hlutverk sjálfboðaliðans með tilliti til þessara tveggja verkefna. Auk þess fengu sjálfboðaliðarnir tækifæri til að koma með tillögur og hugmyndir að þemaverkefnum og viðfangsefnum fyrir starf vetrarins.

14. sep. 2009 : Heimsóknavinahundar kynntir á smáhundadögum í Garðheimum

Heimsóknavinir sem sinna heimsóknaþjónustu með hunda sína hjá Rauða krossinum kynntu verkefnið á smáhundadögum í Garðheimum um helgina. Heimsóknavinirnir mættu með hundana sína og báru hundarnir sérstaka klúta merkta Rauða krossinum en klútana nota þeir einnig í heimsóknum sínum. Bæklingum var dreift og sýndu gestirnir verkefninu mikinn áhuga.

3. sep. 2009 : Lognið á undan storminum?

Símtölum í Hjálparsíma Rauða krossins 1717 fjölgaði upp í 70-80 símtöl að meðaltali á dag eftir hrun bankanna í fyrra, þ.e. frá 45-55 símtölum að meðaltali á dag fyrir hrunið. Þangað til í júlí tók Hjálparsíminn við þessum gríðalega fjölda símtala dag hvern og benti fólki á viðeigandi úrræði við sínum vandamálum. Símtölum í 1717 fækkað niður tæplega 55-60 símtöl að meðaltali á dag í júlí og fyrstu vikuna í ágúst. Við Íslendingar vorum heppin að fá gott veður í sumar, það er ótrúlegt hvað sólin getur létt lundina hjá fólki þrátt fyrir þá erfiðleika sem steðja að íslensku samfélagi. Þessi tala er þó hærri heldur en fyrir hrun, sem segir okkur að þrátt fyrir sól á himni voru ekki allir með sól í hjarta í sumar. 
 

2. sep. 2009 : Þorir þú Á Flótta?

Langar þig til að komast að því hvernig 20 milljónir flóttamanna í heiminum upplifa lífið? Fólk sem neyðist til að flýja landið sitt með óvissuna í farteskinu því það hafði ekki tíma til að pakka niður eigum sínum.

Langar þig að kynnast hvernig er að vera óvelkominn í eigin landi vegna skoðanna þinna?

Leikurinn Á Flótta verður næst 12. september 2009.