29. okt. 2009 : Vinkonur styrkja börn í neyð

Vinkonurnar Helena Ósk Hálfdánardóttir og Andrea Steinþórsdóttir hafa æft saman fótbolta hjá FH í rúmlega 3 ár. Í sumar tóku þær sig saman og héldu nokkrar tombólur í Samkaupum í Hafnarfirði. Þar söfnuðu þær 6.710.- krónum.

Því er greinilega mikill kraftur í þessum fótboltastelpum og þakkar Hafnarfjarðardeild Rauða krossins þeim kærlega fyrir framlagið.
 

21. okt. 2009 : „Ég vildi gjarnan geta gert meira“

„Upphaflega ástæðan fyrir því að ég gerðist sjálfboðaliði hjá Rauða krossinum var að ég missti vinnuna í vor," segir Þórey Valdimarsdóttir sjálfboðaliði í prjónahópi í Kjósarsýsludeild.

12. okt. 2009 : Svæðisfundur á höfuðborgarsvæði

Fjölsóttur svæðisfundur deilda á höfuðborgarsvæði var haldinn þann 7. október í húsnæði Kópavogsdeildar.

5. okt. 2009 : Tíkin Karólína afrekshundur ársins

Það er deildinni sönn ánægja að greina frá því að tíkin Karólína, sem sinnir heimsóknaþjónustu með eiganda sínum, var heiðruð um helgina sem afrekshundur ársins af Hundaræktarfélagi Íslands. Karólína er sex ára blendingur Border og Springer. Hún og Guðleifur eigandi hennar mynda heimsóknavinateymi sem hefur farið í heimsóknir á vegum deildarinnar síðan haustið 2007.