22. feb. 2012 : Fjörugur öskudagur

Fjölmargar furðuverur heimsóttu Rauðakrosshúsið í Þverholti í dag og buðust til að syngja fyrir sælgæti.  Ekkert sælgæti var á boðstólnum, en felstir sungu samt og fengu endurskinsmerki eða blöðru að launum.

Myndir af nokkrum gestanna má finna á Facebook-síðu deildarinnar hérna.

22. feb. 2012 : Slípa íslenskuna í spjalli

Sjálfboðaliðar Rauða krossins í Kópavogi kenna nýbúum málið. Afslappað andrúmsloft og áherslan á að efla færni með samræðu.

Greinin birtist í Morgunblaðinu 22.02.2012

15. feb. 2012 : Bjargaði lífi móður sinnar

Theodór Fannar Eiríksson var meðal þeirra sem tilnefndir voru til skyndihjálparmanns ársins 2011. Theodór tók á móti viðurkenningu frá Rauða krossi Íslands í Rauðakrosshúsinu í Kópavogi fyrr í vikunni. Viðurkenninguna hlaut hann fyrir að bjarga lífi móður sinnar þegar eldur kom upp í íbúð þeirra og læstist í móður hans. Viðbrögð Theodórs voru hárrétt en hann rúllaði móður sinni inn í teppi og slökkti þannig eldinn og kom henni út úr húsinu. Atvikið átti sér stað í desember sl.

15. feb. 2012 : Bjargaði lífi móður sinnar

Theodór Fannar Eiríksson var meðal þeirra sem tilnefndir voru til skyndihjálparmanns ársins 2011. Theodór tók á móti viðurkenningu frá Rauða krossi Íslands í Rauðakrosshúsinu í Kópavogi fyrr í vikunni. Viðurkenninguna hlaut hann fyrir að bjarga lífi móður sinnar þegar eldur kom upp í íbúð þeirra og læstist í móður hans. Viðbrögð Theodórs voru hárrétt en hann rúllaði móður sinni inn í teppi og slökkti þannig eldinn og kom henni út úr húsinu. Atvikið átti sér stað í desember sl.

10. feb. 2012 : 112 dagurinn er á morgun

9. feb. 2012 : Nýir söngvinir bætast í hópinn hjá Kópavogsdeild

Tveir nýjir söngvinir hafa bæst í hóp heimsóknavina Kópavogsdeildar sem taka þátt í söngstundum á dvalarheimilum fyrir aldraða. Einnig hefur nýr sjálfboðaliði sem spilar á gítar hafið störf í sambýlinu fyrir aldraða í Roðasölum. Þar spilar hann undir og syngur með vistmönnum og fleiri sjálfboðaliðum. Hann leysir einnig af í hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð á meðan leitað er að öðrum gítarspilara til þess að sjá um söngstundina þar á fimmtudögum.

9. feb. 2012 : Nýir söngvinir bætast í hópinn hjá Kópavogsdeild

Tveir nýjir söngvinir hafa bæst í hóp heimsóknavina Kópavogsdeildar sem taka þátt í söngstundum á dvalarheimilum fyrir aldraða. Einnig hefur nýr sjálfboðaliði sem spilar á gítar hafið störf í sambýlinu fyrir aldraða í Roðasölum. Þar spilar hann undir og syngur með vistmönnum og fleiri sjálfboðaliðum. Hann leysir einnig af í hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð á meðan leitað er að öðrum gítarspilara til þess að sjá um söngstundina þar á fimmtudögum.

8. feb. 2012 : Sjálfboðaliðar Kjósarsýsludeildar heimsækja írska Rauða krossinn

Í framhaldi af velheppnaðri Íslandsdvöl Meave O´Reilly sjálfboðaliða frá Cork nú á dögunum, fóru tveir sjálfboðaliðar úr ungmennadeild Kjósarsýsludeildar til Írlands að kynna sér starf Rauða krossins þar.

Þau Arnar Benjamín Kristjánsson og Þrúður Kristjánsdóttir skoðuðu aðalskrifstofuna í Dublin og hittu þar Donal Forde, framkvæmdastjóra írska Rauða krossins.  Donal kvaðst mjög ánægður með þetta samstarf milli landanna.

8. feb. 2012 : Sjálfboðaliðar Kjósarsýsludeildar heimsækja írska Rauða krossinn

Í framhaldi af velheppnaðri Íslandsdvöl Meave O´Reilly sjálfboðaliða frá Cork nú á dögunum, fóru tveir sjálfboðaliðar úr ungmennadeild Kjósarsýsludeildar til Írlands að kynna sér starf Rauða krossins þar.

Þau Arnar Benjamín Kristjánsson og Þrúður Kristjánsdóttir skoðuðu aðalskrifstofuna í Dublin og hittu þar Donal Forde, framkvæmdastjóra írska Rauða krossins.  Donal kvaðst mjög ánægður með þetta samstarf milli landanna.

8. feb. 2012 : Around the world with art

1. feb. 2012 : Eldhugastarf í félagsmiðstöðvum Kópavogs

Hópur ungra sjálfboðaliða Kópavogsdeildar hefur tekið að sér umsjón með kynningarstarfi Eldhuga í félagsmiðstöðvum bæjarins. Hópurinn hefur undirbúið sig vel og samanstendur af sjálfboðaliðum deildarinnar sem sumir hverjir hafa tekið þátt í starfinu frá unga aldri.

1. feb. 2012 : Gestir Rauðakrosshússins í Mosó taka þátt í Lífshlaupinu

Lífshlaupið hefst í dag og ætla gestir Rauðakrosshússins í Mosó að taka þátt í vinnustaðakeppninni.  Í fyrra voru þrjú lið skráð til leiks hjá Rauðarkosshúsinu og stefnt á að ná því einnig í ár.  Lífshlaupið er heilsu- og hvatningarverkefni ÍSÍ þar sem allir landsmenn eru hvattir til þess að huga að sinni daglegu hreyfingu og auka hana eins og kostur er.   Þátttakendur skrá niður alla hreyfingu (sund, ganga, skíði, hlaup, dans o.s.frv.) - minnst 30 mínútur á dag.  Skipta má tímanum upp í nokkur styttri tímabil yfir daginn, en samanlagt verður hreyfingin að ná að lágmarki 30 mínútum.

1. feb. 2012 : Námskeið í skyndihjálp og sálrænum stuðningi

Hafin er skráning á námskeið hjá Kjósarsýsludeild í sálrænum stuðningi I og skyndihjálp 4 stundir.  Námskeiðin verða haldin í Rauðakrosshúsinu Þverholti 7 þann 15. og 21. febrúar.  Nánari upplýsingar og skráning undir viðburðaryfirlitinu hér hægra megin á síðunni.