18. des. 2013 : Hjartahlýja fyrir Konukot

Þegar Lilja Sigurðardóttir hjúkrunarfræðingur kom færandi hendi í Konukot með afrakstur atburðarins var hún beðin að segja aðeins frá tilurð gjafanna. "Málið er að fyrir rúmu ári síðan bað vinkona mín mig um að aðstoða sig við að halda úti facebook-síðu sem hún var með í tengslum við litla fyrirtæki sitt...

18. des. 2013 : Endurbætt húsnæði Rauða krossins í Reykjavík

Föstudaginn 13 desember s.l. tók Rauði krossinn í Reykjavík í notkun endurbætt húsnæði að Laugavegi 120, þ.e.a.s. fjórðu og fimmtu hæð. Um er að ræða talsverðar breytingu á húsakynnum deildarinnar en þar má helst nefna að samkomusalurinn hefur verið færður niður af fimmtu hæð og á þá fjórðu þar sem aðgengi fatlaðra er með besta móti.

23. okt. 2013 : Jólahlutavelta Ferðafélagsins Víðsýnar

Ferðafélagið Víðsýn hefur hafið sölu á miðum í sína árlegu Jólahlutaveltu.

Fjöldi glæsilegra vinninga er að vanda og má nefna þar málverk eftir Tolla, Daða Guðbjörnsson og Guðnýju Svövu frá Strandbergi.

Miða er hægt að kaupa í Vin, Hverfisgötu 47 eða á vefnum.

13. sep. 2013 : 10 ára afmæli Vinaskákfélgsins

Vinaskákfélagið varð 10 ára nú í sumar og var haldið uppá það með veglegu skákmóti í Vin s.l. mánudag, 9. September. Yfir 80 manns komu til að samgleðjast með skákfélaginu sem hefur stuðlað að miklu og góðu starfi í Vin öll þessi ár.

2. júl. 2013 : Lausar stöður hjá Rauða krossinum í Reykjavík

Rauði krossinn í Reykjavík auglýsir eftirfarandi stöður til umsóknar:

Verkefnastjórar Hjálparsíma Rauða krossins 1717

Auglýst er eftir þremur verkefnastjórum Hjálparsíma Rauða krossins 1717. Um er að ræða 70% starf en verkefnastjórar vinna í teymi.

8. feb. 2013 : Kjör stjórnar á aðalfundi Rauða krossins í Reykjavík 2013 - Auglýsing eftir tilnefningum

 

Kjör stjórnar á aðalfundi Rauða krossins í Reykjavík (RkR) 2013

Auglýsing eftir tilnefningum

Á næsta aðalfundi RkR sem haldinn verður þann 14. mars nk. kl 17:00 er kjör nýrra stjórnarmanna á dagskrá. Kosið verður um formann til tveggja ára, tvö sæti aðalmanna til tveggja ára og tvö sæti varamanna til eins árs.

29. jan. 2013 : Heimsóknavnanámskeið