Hlutverk leiðtoga kynnt fyrir sjálfboðaliðum höfuðborgarsvæðis

30. mar. 2010

Svæðisráð Rauða krossins á höfuðborgarsvæðinu stendur nú fyrir námskeiðum fyrir sjálfboðaliða. Fyrir nokkru var haldin kynning á Genfarsamningunum og í síðustu viku var haldið leiðtoganámskeið.

Leiðtoganámskeiðið fór fram í nýrri mynd, var haft styttra og tók einungis þrjár klukkustundir. Ýmsir fyrirlesarar frá deildunum á svæðinu, jafnt sjálfboðaliðar og starfsmenn, héldu erindi.

Fyrirlesarar fóru yfir mismunandi þætti leiðtogahlutverksins og voru efnistökin fjölbreytt s.s. hvað er að vera leiðtogi, hvað er að vera sjórnandi, hvernig best er að stýra innan félagasamtaka og mikilvægi stuðnings við sjálfboðaliða og umbunar, svo eitthvað sé nefnt.

Fjallað var um aðferðir til öflunar sjálfboðaliða og mikilvægi kynningarstarfs. Ólík hlutverk sjálfboðaliða og starfsmanna og einnig var farið yfir hvernig má nýta sjálfboðaliðavef Rauða krossins.

Næsta námskeið á vegum svæðisráðs er námskeiðið viðhorf og virðing sem verður á dagskrá í apríl. Námskeiðið verður auglýst nánar síðar.