Félagvinir óskast

7. apr. 2010

 Félagsvinir fyrir konur og börn af erlendum uppruna – Sjálfboðaliðar óskast !

 Það skiptir sköpum fyrir innflytjendur að hafa einhvern til að leita til þegar þeir reyna að aðlagast nýju samfélagi, nýjum siðum og menningu. Vilt þú sýna stuðning í verki og bjóða fram krafta þína við að opna dyr nýja samfélagsins? 

Við leitum eftir íslenskum konum á öllum aldri til að gerast félagsvinir. Hægt er að gerast félagsvinur konu eða barns af erlendum uppruna. Í báðum tilfellum felur það í sér 9-12 mánaða samband við einstakling sem þarf andlegan stuðning við aðlögun í íslensku samfélagi og/eða aðstoð við að rjúfa félagslega einangrun. Námskeið fyrir félagsvini verður haldið 27. apríl. Nánari upplýsingar eru að finna á heimasíðu Garðabæjardeildar RKÍ en einnig er hægt að hafa samband við Erlu í síma 565 9494 eða í gegnum tölvupóst: erla@redcross.is.