Ungmennastarfið í Þjóðleikhúsinu

27. apr. 2010

Um miðjan apríl fór hópur úr krakkastarfi og ungmennastarfi Hafnarfjarðardeildar Rauða krossins í skemmtilega heimsókn í Þjóðlekhúsið. Ferðin byrjaði ekkert allt of vel þar sem strætóinn bilaði á miðri leið og þurfti því að breyta ferðatilhöguninni. En krakkarnir gerðu bara gott úr því og komust að lokum í Þjóðleikhúsið. Þar var vel tekið á móti þeim og fengu þau frábæra leiðsögn um leikhúsið. Heyrðu allt um starfseminna þar, fengu að skoða stóra sviðið bæði að ofan og undir því, fóru í alla króka og kima baksviðs, skoðuðu hvernig leikmyndin virkar, sáu búningsherbergi leikaranna, fengu að máta hárkollur og margt fleira. 

Við þökkum Þjóðleikhúsinu kærlega fyrir þessar frábæru móttökur. 

Krakkastarf Urkí-H er alla miðvikudaga kl. 16:30-18:00 og er starfið fyrir krakka sem eru fædd 1999,1998 og 1997. Ungmennastarfið er alla fimmtudaga kl. 17:30-19:00 fyrir þá sem eru fæddir 1996 eða fyrr. Þátttaka í starfinu er ókeypis.